Fara í efni

Bæjarráð

741. fundur 04. júní 2020 kl. 08:00 - 09:22 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. maí 2020.

2006001

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838.mál
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 25. maí 2020.

2006003

Í bréfinu er rætt hvað Covid-19 faraldurinn hefur haft umtalsverð áhrif á opinber fjármál þ.e. á afkomu og efnahag ríkissjóðs og sveitarfélaga. Hvað sveitarfélögin varða er ljóst að mörg þeirra verða fyrir verulegum búsifjum ekki síst þar sem ferðaþjónustan hefur verið umfangsmikil atvinnugrein. Óskað er eftir því að sveitarfélög skili upplýsingum um fjármál til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis sem fyrst svo hægt sé að fá skýra yfirsýn um stöðu einstakra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. maí 2020.

2006002

Í bréfinu er fjallað um að sveitarfélög geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna vegna vinnu manna við byggingu, endurbætur eða viðhald húsnæðis. Heimildin er á tímabilinu 1. mars 2020 til og með 31.desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku frá 2. júní 2020.

2006016

Í bréfinu er fjallað um þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars síðastliðinn, sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í því felst m.a. að varið verður 200 milljónum króna á árinu í uppbyggingu í fráveitumálum hjá sveitarfélögum og veitufyrirtækjum. Einnig er í þinglegri meðferð frumvarp til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga til þess að uppfylla lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, lög um stjórn vatnamála og reglugerð um fráveitur og skólp.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundarboð - Aðalfundur Lánsjóðs sveitarfélaga.

2006005

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2019 sem haldinn verður 12. júní 2020 á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

6.Fundarboð - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.

2006006

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf sem haldin verður fimmtudaginn 11. júní í fyrirlestrarsal í Þjóðarbókhlöðu.
Bæjarráð samþykkir að Edda Hrund Svanhildardóttir forstöðumaður bókasafnsins sæki aðalfundinn.

7.Minnisblað frá skrifstofustjóra - jafnlaunavottun.

2006014

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna jafnlaunavottunar fyrir Hveragerðisbæ.
Hveragerðisbær hefur nú fengið jafnlauna vottun samkvæmt ÍST 85:2012 og heimild til að nota jafnlaunamerkið á heimasíðu og í efni bæjarins.
Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu jafnlaunavottunar og þakkar jafnframt Margréti Sanders, ráðgjafa, Helgu Kristjánsdóttur,skrifstofustjóra og Margréti Jónu Bjarnadóttur launafulltrúa fyrir góða vinnu við þetta viðamikla verkefni. Bæjarráð samþykkir að Margrét Sanders verði ráðgjafi bæjarins vegna jafnlaunavottunar næsta árið.

8.Þjónustusamningur - Handverk og hugvit undir Hamri - Hveraportið.

2006013

Lagður fram þjónustusamningur milli Hveragerðisbæjar og Handverks og hugvits undir Hamri þar sem leirlistahópurinn fær rétt til afnota af Hveraportinu, Breiðumörk 21 samningur þessi gildir til 31. ágúst 2022.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði lagður fyrir næsta bæjarstjórnarfund með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

9.Verkfundargerð frá 2. júní 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2.

2006007

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Verkfundargerð frá 27. maí 2020 - Vatnsveita, stofnlögn að Kambalandi.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2020.

2006009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 26. maí 2020.

2006010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Byggingarnefndar Búðarstígs 22 frá 26. maí 2020.

2006011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Minnisblað frá sunnlenskum samráðsfundi 19. maí 2020.

2006004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Punktar bæjarstjóra frá fundum vegna Covid-19.

2006015

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:22.

Getum við bætt efni síðunnar?