Fara í efni

Bæjarráð

740. fundur 22. maí 2020 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 8. maí 2020.

2005037

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 707. mál
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12. maí 2020.

2005038

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
Bæjarráð fagnar framlögðu frumvarpi og þeim fjármunum sem þar eru lagðir til þess brýna verkefnis að bæta rekstur fráveitna á landinu. Bæjarráð telur þó að réttari aðferð, skilvirkari og á allan hátt einfaldari hefði verið að endurgreiða sveitarfélögunum virðisaukaskatt af framkvæmdum við fráveitu líkt og gert var í kringum aldamótin síðustu.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. maí 2020.

2005039

Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. maí 2020.

2005040

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá 14. maí 2020.

2005062

Í bréfinu er rætt um breytingar til bráðabirgða á 64. gr. sveitarstjórnarlaga vegna COVID-19. Nefndin vill koma á framfæri til sveitarstjórna að mikilvægt er við núverandi aðstæður að ástunda virkt eftirlit með fjármálum og fylgjast náið með þróun rekstrarins frá mánuði til mánaðar.
Lagt fram til kynningar en á fundi bæjarstjórnar í júní munu verða lagðar fram ítarlegar upplýsingar um stöðu tekna, gjalda og fjárfestinga ásamt nauðsynlegum viðaukum við fjárhagsáætlun.

6.Erindi frá Skipulagsstofnun frá 6. maí 2020.

2005059

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna framkvæmda við Ölfusveg, Sunnumörk í Hveragerði og brú yfir Varmá.
Skipulagsfulltrúi hefur þegar sent inn jákvæða umsögn um verkið.

7.Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 15. maí 2020.

2005041

Í bréfinu er rætt um "Gagnvirkt ferðalag" sem er ný og spennandi tæknilausn sem framleiðir markaðs og kynningarefni í rauntíma og birtir út frá áhugasviði gesta.
Markaðsstofan óskar eftir framlagi Hveragerðisbæjar til verkefnisins sem nemur kr. 75.000.-grunnframlagi auk 80 kr. per. íbúa.
Bæjarráð telur að verkefni sem þetta ætti að hljóta styrk úr sóknaráætlun landshluta með það fyrir augum að það væri alfarið fjármagnað með þeim hætti. Þannig væri tryggt að öll sveitarfélög taki þátt með sama hætti. Bæjarstjóra er falið að koma þessu sjónarmiði á framfæri við hlutaðeigandi en jafnframt samþykkir bæjarráð að Hveragerðisbær taki þátt í verkefninu að því tilskyldu að önnur sveitarfélög á svæðinu taki þátt í því einnig.

8.Erindi frá Loreley Sigurjónsdóttur frá 18. maí 2020 - Fitness Bilið.

2005053

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan af afgreiðlu málsins stóð.
Í bréfinu ræðir bréfritari um óánægju sína vegna höfnunar bæjarráðs á erindi frá henni á fundi sínum þann 7. maí.
Lagt fram til kynningar.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra - Lóðir í Kambalandi.

2005058

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 20. maí vegna úthlutunar á lóðum í Kambalandi. Um er að ræða lóðir fyrir 10 einbýlishús við Drekahraun og 4 fjölbýlishús og 3 raðhús við Langahraun.
Bæjarráð samþykkir að fela Skipulagsfulltrúa að láta útbúa lóðablöð fyrir lóðir í öðrum áfanga í Kambalandi þannig að hægt verði að auglýsa þær lausar til úthlutunar í samræmi við reglur bæjarins þar um. Stefnt er að því að úthluta lóðunum á fyrri fundi bæjarráðs í júlí.

Bæjarráð samþykkir að sama fyrirkomulag verði viðhaft og gert var í Dalahrauni þannig að umsækjendur sem sækja um allar tveggja hæða fjölbýlishúsalóðirnar gangi fyrir. Sæki enginn um allar ganga þeir fyrir sem sækja um þrjár og að lokum þeir sem sækja um tvær.

Einnig samþykkir bæjarráð að lagt verði 30% byggingaréttargjald á raðhús og fjölbýlishús í hverfinu.

10.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - endurnýjun á gervigrasi í Hamarshöll.

2005012

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 20. maí vegna endurnýjunar á gervigrasi í Hamarshöll.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fara að tilmælum menningar- og frístundafulltrúa og kaupa Edelgrass frá Leiktækjum og Sport en óskar eftir að fá kynningu á grastegundunum fyrir fund bæjarstjórnar.

11.Verkfundargerð frá 6. maí 2020 - Vatnsveita, stofnlögn að Kambalandi.

12.Verkfundargerð frá 19. maí 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2.

2005061

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Verkfundargerð frá 13. maí 2020 - Hjúkrunarheimilið Ás - nýbygging.

2005060

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir að um 100 milljón króna framlag hafi verið staðfest úr framkvæmdasjóði aldraðra til byggingar mötuneytis og eldhúss á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási. Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu sem verða mun til þess að framkvæmdir fara nú á fullt og styttist í að allur matur fyrir Grund, Mörk og Ás verði eldaður hér í Hveragerði.

14.Minnisblað frá sunnlenskum samráðsfundi frá 8. maí 2020.

2005048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 5. maí 2020

2005049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Bergrisans frá 3. mars 2020

2005050

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Bergrisans frá 1. apríl 2020.

2005051

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Bergrisans frá 5. maí 2020.

2005052

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 27. janúar 2020.

2005055

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 8. maí 2020.

2005056

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí 2020.

2005054

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Punktar bæjarstjóra frá fundum aðgerðastjórnar vegna Covid-19.

2005057

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?