Fara í efni

Bæjarráð

659. fundur 15. september 2016 kl. 08:00 - 08:21 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Nefndasviði Alþingis frá 24. ágúst 2016.

1608022

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.
Bæjarráð tekur undir umsögn stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á nauðsyn þess að hið nýja kerfi taki til þátta eins og búsetu, fjölskyldustærðar og fleira en sé það ekki gert mun mismunur á milli dreifbýlis og þéttbýlis í kerfinu verða hróplegur. Varðandi endurgreiðslu lánana er mikilvægt að tekið verði tillit til tekna líkt og verið hefur.

2.Nefndasviði Alþingis frá 18. ágúst 2016.

1608025

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Jöfnunarsjóði sveitarfélaga frá 6. september 2016.

1609005

Í bréfinu er boðað til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016 sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. september kl. 16:00.
Lagt fram til kynningar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mun sitja fundinn.

4.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2016.

1608029

Í bréfinu eru upplýsingar um úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016. Grunnskólinn í Hveragerði fær kr. 409.447.- úthlutað þetta árið.
Lagt fram til kynningar.

5.Háskólafélagi Suðurlands frá 30. ágúst 2016.

1609006

Í bréfinu er kynnt ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi sem fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli dagana 28. - 29. september.
Bæjarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að manna sæti ungmenna á ráðstefnunni. Fulltrúar bæjarstjórnar verða Eyþór H. Ólafsson og Garðar R. Árnason, til vara Unnur Þormóðsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.

6.Kennarasambandi Íslands frá 9. september 2016.

1609007

Með bréfinu fylgdu tvær bókanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla sem haldinn var á Bifröst 24. ágúst 2016.

Annars vegar þar sem sveitarstjórnarfólki og ráðamönnum í leikskólamálum eru hvattir til að nýta sér sérfræðiþekkingu leikskólastjórnenda við ákvarðanatöku um leikskólamál.

Hins vegar þar sem rekstraraðilar leikskóla eru hvattir til þess að nýta heimildarákvæði kjarasamninga um launað námsleyfi.
Lagt fram til kynningar.

7.Veritas lögmönnum frá 1. september 2016.

1609009

Í bréfinu sem ritað er fyrir hönd Diðriks Jóhanns Sæmundssonar, Friðarstöðum er óskað eftir úttekt yfirmatsnefndar á jörðinni Friðarstöðum, Hveragerðisbæ.
Lagt fram til kynningar.

8.Samningur við nemendur 7. bekkjar um umhverfishreinsun.

1609015

Lagður fram samningur við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

9.Samningur við nemendur 10. bekkjar um aðstoð við skólastarf.

1609016

Lagður fram samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

10.1. verkfundur - Leikskóli Þelamörk 62 frá 22. ágúst 2016.

1608021

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.2. verkfundur - Leikskóli Þelamörk 62 frá 8. september 2016.

1609014

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.Verkfundargerð Hverhamar-Laufskógar, fráveita dælulögn 2016 frá 25. ágúst 2016.

1608024

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. september 2016

1609008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.511. fundur stjórnar SASS frá 2. september 2016.

1609011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 23. ágúst 2016.

1608023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 7. september 2016.

1609013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. ágúst 2016.

1608028

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 24. ágúst 2016

1608026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:21.

Getum við bætt efni síðunnar?