Fara í efni

Bæjarráð

658. fundur 18. ágúst 2016 kl. 08:00 - 11:10 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 12. ágúst 2016.

1608008

Í bréfinu er samantekt um svör frá sveitarfélögum um löggæslukostnað vegna bæjarhátíða.
Lagt fram til kynningar.

2.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. ágúst 2016.

1608017

Í bréfinu er rætt um greiðslur vegna notkunar á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi.
Lagt fram til kynningar.

3.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 8. ágúst 2016.

1608005

Í bréfinu er óskað eftir umsögn vegna umsóknar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Frost og funa ehf.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.

4.Bændasamtökum Íslands frá 9. ágúst 2016.

1608012

Í bréfinu er ályktun sem var samþykkt á Búnaðarþingi 2016 um fjallskil.
Lagt fram til kynningar.

5.Velferðarvaktinni frá 9. ágúst 2016.

1608010

Í bréfinu hvetur Velferðarvaktin til að kostnaðarþátttaka foreldra vegna ritfangakaupa barna verði lögð af eða að henni verði haldið í lágmarki.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið sem fram kemur í bréfinu að rétt sé að halda kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa í algjöru lágmarki. Hér í Hveragerði hefur slíkt verið gert til dæmis með því að í yngstu bekkjum eru ekki sendir út innkaupalistar heldur sér skólinn um innkaup á skólavörum og er kostnaði foreldra þannig haldið í algjöru lágmarki. Þrátt fyrir þetta er ljóst að enn er hægt að gera betur og hvetur bæjarráð skólastjórnendur til að beita sér fyrir samræmingu innkaupalista og að ávallt sé haft í huga að kostnaður vegna skólagagna verði eins lágur og nokkur er kostur.

6.Brynleifi Siglaugssyni frá 8. júlí 2016.

1608013

Í bréfinu óskar hann eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðinni við Hrauntungu 18.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

7.Jóhanni Ísleifssyni frá 14. ágúst 2016.

1608009

Í bréfinu gerir Jóhann Ísleifsson athugasemdir við að tilboð frá Aðalbrautinni ehf í verkið "jarðvinna og lagnir við leikskólann Þelamörk 62, Hveragerði, hafi verið dæmt ógilt.
Bæjarráð telur einsýnt að umrætt tilboð hafi verið ógilt og byggir þá skoðun sína á niðurstöðu verkfræðistofu þar sem segir að tilboðið telst ógilt þar sem allar upplýsingar skv. 0.4.2 um tækjakost, verkstjórn, starfsmenn,undirverktaka, efni og efnissala vantar.
Ennfremur liggur fyrir að fyrirtækið Aðalbraut ehf finnst ekki í
skrám og engin kennitala er gefin upp í tilboðinu. Fyrri niðurstaða bæjarráðs stendur því óbreytt.

8.6 mánaða skýrsla Vinnuverndar

1608006

Lögð fram skyrsla frá Vinnuvernd um fjarvistir starfsmanna Hveragerðisbæjar á tímabilinu janúar til júní 2016.
Lagt fram til kynningar.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Lækjarbrúnar 9.

1608019

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 15. ágúst vegna Lækjarbrúnar 9, Hveragerði. Í minnisblaðinu er lagt til að íbúðin verði seld á almennum markaði.
Bæjarráð samþykkir að setja fasteignina Lækjarbrún 9 á sölu.

10.Friðarstaðir - úttektarskýrsla

1608015

Lögð fram úttektarskýrsla vegna Friðarstaða, Hveragerði unnin af landsúttektarmönnum, Guðmundi Lárussyni og Steinþóri Tryggvasyni.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við niðurstöðu úttektarmanna og mun því ekki vísa niðurstöðunni til yfirmats. Hveragerðisbær áskilur sér aftur á móti fullan rétt til að koma fram með athugasemdir verði matinu vísað í yfirmat.

11.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Eden lóðarinnar.

1608018

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 15. ágúst 2016 vegna Edenlóðarinnar - deiliskipulag.
Að mati bæjarráðs er nú alvarlegur skortur á húsnæði í bæjarfélaginu m.a. fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði og ennfremur fyrir leigjendur. Bæjarráð samþykkir því að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að hefja nú þegar vinnu við breytingu á aðalskipulagi, samhliða breytingu á deiliskipulagi, sem tæki til reitsins er afmarkast af Reykjamörk, Þelamörk, Grænumörk og Austurmörk með það að markmiði að þar megi byggja íbúðir sem kæmu til móts við það sjónarmið sem að framan er rætt og falla myndu vel að núverandi byggð og þeirri notkun sem er á reitnum. Ekki yrði tekið fyrir uppbyggingu á verslun,þjónustu og landbúnaði á reitnum enda myndi slíkt samræmast byggðinni.

12.Lóðaúthlutun Árhólmum.

1607007

Lóðarumsóknirnar voru áður til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 7. júlí s.l. og var afgreiðslu þá frestað til að umsækjendur gætu kynnt fyrirætlanir sínar fyrir bæjarráði. Á fundinn mættu umsækjendur um lóðirnar og kynntu áætlanir sínar varðandi uppbyggingu á þeim.
Bæjarráð þakkar báðum aðilum sýndan áhuga og áhugaverðar hugmyndir. Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að úthluta Orteka Partners á Íslandi slf lóðunum að Árhólma 1-3 og Hofmannaflöt. Garðar R. Árnason situr hjá.

13.Minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa vegna nýrra lóða við Dynskóga.

1608016

Lagt fram minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15. ágúst vegna nýrra lóða á þegar skipulögðu svæði við Dynskóga.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa nú þegar lóðir nr. 11,13,15 og 17 við Dynskóga lausar til úthlutunar og vísar kostnaði við gatnagerð til gerðar fjárhagsáætlunar. Með framkvæmdinni verður einnig til gott bílastæði sem nýtast mun Hamarsvæðinu og jafnframt gefst möguleiki á gerð göngustíga eins og áætlað var í skipulagi.

14.Minnisblað frá Skipulags- og byggingafulltr vegna Breiðumerkur 26.

1608020

Lagt fram minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16. ágúst vegna endurbóta á fasteigninni Breiðumörk 26 og framtíðar notkun íbúðarinnar.
Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaðinu. Kostnaður við lagfæringu á íbúð rúmast innan fjárfestinga ársins.

15.510. fundur stjórnar SASS frá 5. ágúst 2016.

1608007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni síðunnar?