Fara í efni

Bæjarráð

736. fundur 19. mars 2020 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá UNICEF á Íslandi frá 4. mars 2020.

2003035

Í bréfinu er Hveragerðisbæ boðið að taka þátt í verkefninu "barnvæn sveitarfélög" á vegum félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi.
Bæjarráð hafnar erindinu í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi en mun áfram hafa hagsmuni barna í forgrunni og jafnvel enn frekar nú en áður. Bæjarráð vísar að öðru leyti í bókun frá 509 fundi bæjarstjórnar frá 13 júní 2019. Bæjarráð hvetur UNICEF til að hafa samband aftur þegar um hægist.

2.Bréf frá Ferðamálsamtökum Hveragerðis frá 17. mars 2020.

2003038

Í bréfinu óskar stjórn Ferðamálasamtaka Hveragerðis eftir að Hveragerðisbær ráði í stöðu ferða- og markaðsmálafulltrúa Hveragerðisbæjar til að bregðast við þeim vanda sem steðjar að mörgum fyrirtækjum sem eru í ferðaþjónustu í Hveragerði vegna COVID-19.
Bæjarráð deilir áhyggjum rekstraraðila í Hveragerði af afkomu ferðaþjónustunnar og atvinnulífs í landinu á þessum fordæmalausu tímum. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt fjölmörgum öðrum aðilum, vinur nú að aðgerðarpakka til aðstoðar ferðaþjónustufyrirtækjum og öðrum í vanda. Bæjarráð mun fylgjast grannt með stöðu mála næstu daga og vikur og grípa til nauðsynlegra aðgerða í takti við ástandið í samfélaginu. Ráðning ferða- og markaðsfulltrúa er eitt af þeim verkfærum sem gripið verður til. Bæjarstjóra falið nánari útfærsla í samráði við Ferðamálasamtökin og aðra hagsmunaaðila þegar mál taka að skýrast.

3.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - Framkvæmdir við Skolphreinistöð.

2003034

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2020 vegna framkvæmda við skolphreinsistöð.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

4.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2020.

2003036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19

2003037

Í skýrslunni fer bæjarstjóri yfir hvernig stjórnendur Hveragerðisbæjar hafa undirbúið stofnanir og breytt þjónustu í samræmi við bestu leiðbeiningar á hverjum tíma vegna COVID-19.
Bæjarráð þakkar góða skýrslu sem nú verður sett á heimasíðu Hveragerðisbæjar og kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum.
Bæjarráð samþykkir að þjónustugjöld v/ leikskóla, frístundaskóla og mötuneytis verði ekki innheimt þegar börn eru heima vegna sóttkvíar eða veikinda enda sé fjarveran í heilum vikum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?