Fara í efni

Bæjarráð

735. fundur 05. mars 2020 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25. febrúar 2020.

2003001

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25. febrúar 2020.

2003006

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/199, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunuarstofnunum), 323. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 27. febrúar 2020.

2003002

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 28. febrúar 2020.

2003010

Í bréfinu óskar Mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir umsögn um menntastefnu til ársins 2030.
Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.

5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2020.

2003003

Í bréfinu er kynnt fyrirhuguð námsferð til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn. Norðmenn hafa sameinað sveitarfélög í stóru stíl og í þessari ferð stendur til að kynna þá vinnu fyrir íslenskum sveitarstjórnarmönnum.
Lagt fram til kynningar en hópferð sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi sem fara átti í í næstu viku hefur verið frestað fram í september en þar munu bæjarfulltrúrar Hveragerðisbæjar taka þátt.

6.Bréf frá Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands frá 20. febrúar 2020.

2003004

Í bréfinu óskar Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands eftir áframhaldandi styrk frá Hveragerðisbæ til næstu þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu.

7.Bréf frá Ungmennafélagi Íslands frá 6. febrúar 2020.

2003008

Í bréfinu er kynnt ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður 1. - 3. apríl Í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskriftin er "Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?".
Vísað til Menningar- og frístundafulltrúa er kynni ráðstefnuna fyrir fulltrúum í ungmennaráði.

8.Erindi fagmenntaðs starfsfólks á leikskólanum Óskalandi.

2003009

Í bréfinu bendir fagmenntað starfsfólk leikskólans Óskalands á að á leikskólanum Óskalandi vanti aukið rými og aðstöðu fyri sérkennslu, fyrir talmeinafræðing, iðjuþjálfa, það vanti fundarherbergi, aðstöðu fyrir foreldraviðtöl, geymslur fyrir leikföng og fleira.
Bæjarráð tekur undir að kröfur til húsnæðis leikskóla hafa breyst mikið á undanförnum árum og þó að Leikskólinn Óskaland sé einungis 15 ára og siðari helmingur hans enn yngri þá er ljóst að hægt er að gera betur hvað varðar aðstöðu fyrir sérfræðinga og starfsmenn. Í ár er stærsta framkvæmd ársins viðbygging við grunnskólann og ljóst að með öðrum framkvæmdum er um gríðarlegar fjárfestingar að ræða á þessu ári og ekki er því mögulegt að ráðast í auknar framkvæmdir á árinu. Bæjarráð óskar eftir því að kennsluráðgjafi á leikskólasviði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings kanni aðstæður á leikskólanum og komi með tillögur til úrbóta. Feli þær í sér umtalsverðan kostnað verður þeim vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

9.Bréf frá Grund dvalar- og hjúkrunarheimili frá 2. mars 2020.

2003011

Í bréfinu óskar forstjóri Grundarheimilana eftir því að lóðirnar Hverahlíð 19, 21 og 23 og Brattahlíð 18 og 20-22 verði sameinaðar í eina lóð. Jafnframt óskar hann eftir því að lóðirnar Hverahlíð 15 og 17 og Brattahlíð 14 og 16 verði einnig sameinaðar í eina lóð.
Bæjarráð samþykkir að orðið verði við erindinu og skipulagsfulltrúa falið að sameina umræddar lóðir.

10.Niðurstaða útboðs á öryggisþjónustu.

2003007

Lögð fram samantekt Lotu ehf um úttekt á öryggismálum í stofnunum Hveragerðisbæjar. Það er niðurstaða úttektarinnar að ástand öryggismála sé í mörgum tilfellum gott þó víða megi
gera betur eins og fram kemur í skýrslunni. Einnig lögð fram tilboð í fjargæslu, árlega prófun allra öryggiskerfa, þjónustu og útköll öryggisvarða og tilboð í árlegar úttekir og þjónustu við slökkvitæki og brunaslöngur.
Bæjarráð þakkar Þresti Sigurðssyni ítarlega og góða vinnu við úttekt og undirbúning útboðs á öryggiskerfum Hveragerðisbæjar. Það er ljóst að með útboðinu nær bæjarfélagið sparnaði er nemur rúmlega 1 mkr.á ári. Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Securitas um vöktun brunakerfa og innbrotakerfa og við TRS um árlegar úttektir umræddra kerfa. Einnig samþykkir bæjarráð að gengið verði til samninga við Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands um eftirlit með slökkvitækjum. Allir þrír samningarnir verði gerðir á grundvelli framlagðra tilboða.

11.Lóðarumsókn - Heiðarbrún 43b.

2003018

Húsmót ehf sækir um lóðina Heiðarbrún 43b.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Húsmót ehf lóðinni Heiðarbrún 43b í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

12.Ársskýrsla Félags eldri borgara í Hveragerði 2019-2020.

2003005

Ársskýrsla Félags eldri borgara í Hveragerði frá aðalfundi 2019-2020.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með öflugt starf Félags eldri borgara í Hveragerði og það góða samstarf sem er á milli félagsins og bæjaryfirvalda. Það er ljóst að það þarf engum að leiðast sem tekur þátt í félagsstarfi FEBH. Skýrslan er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. febrúar 2020.

2003012

Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerð Bergrisans frá 17. febrúar 2020.

2003013

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Getum við bætt efni síðunnar?