Fara í efni

Bæjarráð

734. fundur 20. febrúar 2020 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12. febrúar 2020.

2002032

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 12. febrúar 2020.

2002033

Í bréfinu er kynnt að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda inn eftirfarandi athugasemd:

Bæjarráð Hveragerðisbæjar telur það með öllu óásættanlegt ef ekki eiga að koma til ný fjárframlög frá ríkissjóði inn í Jöfnunarsjóð vegna sameininga en i frumvarpinu er Jöfnunarsjóði gert að halda eftir allt að einum milljarði af tekjum sjóðsins til að mæta greiðslum vegna væntra sameininga. Þessi boðaða framkvæmd er í ósamræmi við samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, í ósamræmi við umræður og kynningar á málinu og í hróplegu ósamræmi við þær væntingar sem gerðar voru til fjármögnunar sameininga. Bæjarráð beinir því til ráðherra að þessu ákvæði verði breytt. Að öðru leyti er bæjarráð samþykkt þeim tillögum sem koma í frumvarpinu.

3.Bréf frá Ás dvalar- og hjúkrunarheimili frá 4. febrúar 2020.

2002035

Í bréfinu er ábending um það óhagræði sem verður á stórum vinnustöðum þegar báðir leikskólar bæjarins loka á sama tíma vegna sumarleyfa.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar.

4.Bréf frá Þuríði Gísladóttur og Vignir Demusson frá 16. febrúar 2020.

2002044

Í bréfinu óska bréfritarar, sem eru eigendur fasteignarinnar Hjallabrún 17, eftir að gert verði samkomulag milli Hveragerðisbæjar og seljanda fasteignarinnar um frágang lóðarmarka sunnan við Hjallabrún 17.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingafulltrúa og umhverfisfulltrúa að ganga þannig frá málum að ekki strandi á bæjarfélaginu hvað varðar útgáfu afsals fyrir umræddri fasteign.

5.Opnun tilboða - Aðveitulögn vatnsveitu að Kambalandi.

2002034

Opnun tilboða - Aðveitulögn vatnsveitu að Kambalandi fór fram 6. febrúar 2020. Tilboð bárust frá fjórum aðilum.

Aðalleið ehf 41.677.100.kr
Gröfuþjónusta Steins ehf 41.711.650.kr
Sportþjónustan 42.383.400.kr
Hamranes ehf 54.002.500.kr

Kostnaðaráætlun 58.511.500.kr
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka lægsta tilboði enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.

6.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Færsla lagna við Skólamörk.

2002045

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa vegna verðkönnunar sem gerð var vegna færslu lagna í Skólamörk.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2020 að tekið yrði tilboði lægstbjóðanda í verkið "Færsla lagna í Skólamörk 2020".

Í viðræðum við lægstbjóðanda, Aðalleið ehf, hefur komið í ljós að bjóðandi telur ekki að vinna við vatnslögn sé innifalin í tilboðsfjárhæð á meðan að það er skoðun Hveragerðisbæjar að það hafi ávallt verið skýrt að sá verkþáttur var hluti af verkinu enda undanskilja aðrir bjóðendur ekki þennan verkþátt í tilboðum sínum.

Að mati bæjarráðs væri það brot á meginreglum stjórnsýslu- og útboðsréttar, s.s. jafnræðisreglu, gagnvart öðrum bjóðendum að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs enda kemur umræddur skilningur fyrirtækisins fyrst fram eftir opnun tilboða og eftir samþykkt bæjarstjórnar um að taka skuli tilboði lægstbjóðanda. Bæjarráð telur því að tilboð Aðalleiðar ehf feli í sér óheimilt frávik frá verðkönnunargögnum með því að forsvarsmenn bjóðanda ætla sér ekki að vinna verkið á þeim grundvelli að vatnslögnin teljist hluti þess.

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að forsvarsmönnum Aðalleiðar ehf verði tilkynnt að aðeins verði gengið til samninga á grundvelli þess að um heildarverð sé að ræða í allt verkið, og þá að verkþáttur vegna vatnslagnar sé þar innifalinn. Að öðrum kosti verði litið þannig á að um ógilt tilboð sé að ræða þar sem það sé ekki í samræmi við verðkönnunargögn. Verði það niðurstaða viðræðna verði gengið til samninga við þann sem bauð næst lægsta verðið í verðkönnuninni.

7.Kauptilboð - Reykjamörk 1.

2002041

Lagt fram kauptilboð í Reykjamörk 1.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fasteignin Reykjamörk 1 íbúð 02-05 fnr. 221-0775 verði keypt.

8.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Lýsing göngustígs og uppsetning brunahana í skógarækt.

2002040

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 17. febrúar vegna lýsingar við göngustíg frá vatnstanki og í gegnum skógræktina undir Hamrinum og uppsetningu á brunahana í skógrækt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sett verði lýsing meðfram göngustígnum í skógrækinni í samræmi við tillögu B í minnisblaði byggingafulltrúa. Jafnframt verði samþykkt að setja tvo brunahana í skógræktina sem tryggt geta skjót og góð viðbrögð komi til þess að gróðureldar kvikni á svæðinu. Framkvæmdin rúmast innan þegar samþykktra heimilda um fjárfestingu á þessum lið.

9.Minnisblað frá leikskólastjórum vegna nýs skráningarkerfis fyrir leikskóla bæjarins.

2002043

Lagt fram minnisblað frá leikskólastjórum frá 18. febrúar um kaup á aðgangi að grunnkerfi leikskólakerfisins Karellen og gjaldakerfi Karellen fyrir leikskóla bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Karellen um grunn- og gjaldakerfi fyrirtækisins í samræmi við fyrirliggjandi tilboð.
Með innleiðingu Karellen í leikskólastarfi fæst mjög ítarlegt og notendavænt skráningarkerfi fyrir foreldra og starfsfólk. Samskipti milli foreldra/forráðamanna og leikskólans skila sér mun betur og kerfið heldur utan um ýmsa tölfræði. Kerfinu fylgir notendavæn heimasíða og app fyrir foreldra/forráðamenn sem þar með geta betur fylgst með leik og starfi barna sinna á leikskólum Hveragerðisbæjar. Kostnaður vegna þessa rúmast innan fjárhagsáætlunar.

10.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - stýrihópur vegna Heilsueflandi samfélags í Hveragerðisbæ.

2002046

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 19. febrúar um stofnun stýrihóps vegna Heilsueflandi samfélags.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með það verkefni sem nú er hafið varðandi heilsueflandi samfélag. Einnig samþykkir bæjarráð að stofnaður verði stýrihópur vegna verkefnisins og hann skipi: einn fulltrúi frá grunnskólanum, tveir fulltrúar frá leikskólunum, einn fulltrúi frá Heilsugæslunni, einn fulltrúi frá íþróttahreyfingunni og einn frá lögreglunni. Auk þess sé einn starfsmaður félagsþjónustu og yfirmaður öldrunarmála í hópnum auk menningar og frístundafulltrúa sem er starfsmaður hópsins. Eyþór H.Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, er jafnframt skipaður í starfshópinn sem formaður hans. Starfshópurinn er ólaunaður eins og aðrir starfshópar Hveragerðisbæjar.

11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2020.

2002039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð SASS frá 7. febrúar 2020.

2002042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 7. febrúar 2020.

2002036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Bergrisans frá 21. janúar 2020.

2002037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Byggingarnefndar Byggðasafns Árnesinga frá 4. febrúar 2020.

2002038

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Getum við bætt efni síðunnar?