Fara í efni

Bæjarráð

655. fundur 07. júlí 2016 kl. 08:00 - 08:50 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Þórhallur Einisson varamaður
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Innanríkisráðuneytinu frá 18. mars 2016.

1607008

Í bréfinu er kynnt að unnið sé að úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi.
Lagt fram til kynningar.

2.Innanríkisráðuneytinu frá 24. júní 2016

1606046

Í bréfinu er kynnt tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar. Tvennar íbúakosningar hafa þegar farið fram með rafrænum hætti.
Lagt fram til kynningar.

3.Nefndarsviði Alþingis frá 15. júní 2016.

1606041

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019, 764. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Ferðamálastofu frá 23. júní 2016.

1606044

Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við Hveragerðisbæ vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur atvinnu- og markaðsráðgjafa bæjarins að vera tengiliður við Ferðamálastofu vegna verkefnisins.

5.Landshlutasamtökum frá 15. júlí 2016

1606047

Í bréfinu skora landshlutasamtökin á þingheim og yfirvöld að tryggja aukna fjármuni til verkefnisins "Ísland ljóstengt".
Lagt fram til kynningar.

6.Þjóðskrá Íslands frá 14. júní 2016.

1607013

Í bréfinu er kynnt nýtt fasteignamat fyrir árið 2017. Í Hveragerði hækkar fasteignamat um 6,1% og landmat um 6,8%.
Lagt fram til kynningar.

7.Bílastæði við Hamarshöll - greining útboðs.

1606050

Tilboð í verkið " Jarðvegsframkvæmdir í Hveragerði 2016 Hamarshöll - bílastæði, 1. áfangi og Malbiksyfirlagnir í Hveragerði" voru opnuð þann 20. júní.
Einungis eitt frávikstilboð barst frá Hlaðbæ-Colas aðeins í malbikunarframkvæmdir.
Bæjarráð samþykkir að efna til lokaðs útboðs í jarðvegsframkvæmdirnar hjá þeim aðilum sem sýndu verkinu áhuga. Jafnframt verði samið við Hlaðbæ Colas um malbikun í samræmi við þau einingaverð sem gefin voru í frávikstilboði þeirra.

8.Lóðaumsóknir - Árhólmar.

1607007

Tvær umsóknir hafa borist um 3 ferðaþjónustu lóðir við Árhólma. Frá Orteka Partners og frá óstofnuðu félagi í eigu Ásgeirs Svans Herbertssonar og Ólafs H. Einarssonar.
Bæjarráð fagnar þeim áhuga sem sýndur er í uppbyggingu ferðaþjónustu í Hveragerði en óskar eftir nánari kynningu frá umsækjendum um það sem þeir ætla að framkvæma fyrir næsta fund bæjarráðs þann 21. júlí 2016.

9.Greinargerð frá ÍSOR um nýja neysluvatnsholu RF-2.

1606049

Lögð fram greinargerð frá ÍSOR vegna nýrrar neysluvatnsholu fyrir Hveragerðisbæ í hlíðarfæti Reykjafjalls.
Bæjarráð fagnar niðurstöðum borunar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

10.Stækkun lóða í Dalsbrún - undirskriftalisti

1607014

Lagður fram undirskriftalisti frá húseigendum í Dalsbrún þar sem þeir óska eftir að fá stækkun á lóðum sínum.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur skipulags og byggingarfulltrúa að ganga frá nýjum lóðarblöðum.

11.Minnisblað frá forstöðumanni skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna kaupa á ferðaþjónustubíl.

1606045

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings frá 23. júní vegna kaupa á nýjum ferðaþjónustubíl fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir kaupin. Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2016.

12.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa vegna endurnýjunar á öryggismyndavélakerfi við Sundlaugina Laugaskarði.

1607003

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 27. júní vegna endurnýjunar á öryggismyndavélakerfi við Sundlaugina Laugaskarði.
Með minnisblaðinu fylgdu tilboð frá Svar.is og Securitas í kerfið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Securitas frá 6.7.2016, tilboðsnúmer T 163959, í Avigilon myndavélakerfi þar sem það er stækkanlegt kerfi.

13.Þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks milli aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs.

1607012

Lagður fram þjónustusamningur milli sveitarfélaga sem hafa stofnað með sér byggðasamlagið Bergrisann b.s um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn.

14.Samningur milli Árborgar og Bergrisans bs um þjónustu við fatlað fólk.

1607011

Lagður fram samningur Bergrisans bs við Sveitarfélagið Árborg vegna þjónustu við fatlað fólk á Suðurlandi sem Sveitarfélagið Árborg annast.
Samningurinn lagður fram til kynningar.

15.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 14. júní 2016

1606042

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Fundargerð kjörstjórnar frá 13. júní 2016.

1606040

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð kjörstjórnar frá 24. júní 2016.

1607018

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

18.Fundargerð kjörstjórnar frá 25. júní 2016.

1607019

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

19.Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 28.júní 2016

1607001

Með fundargerðinni fylgdi kynning á niðurstöðum úr Hljóm 2 -athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna 2014-2016, niðurstöður úr könnun um líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk og yfirlit yfir fjárhagsaðstoð tímabilið janúar- júní 2016.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Niðurstöður úr Hljóm 2 og niðurstöður úr könnun um líðan og heilbrigði nemenda í 5. bekk vísað til fræðslunefndar.

20.Fundargerð NOS frá 28.júní 2016.

1607002

Með fundargerðinni fylgdi ársreikningur Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

21.Verkfundargerð Hverhamar-Laufskógar, fráveita dælulögn 2016 frá 30. júní 2016.

1607005

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

22.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. júní 2016.

1607006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 31. maí 2016.

1607010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerð vorfundar Bergrisans bs. frá 31. maí 2016.

1607009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundagerð Brunavarna Árnessýslu frá 27.6.2016.

1606048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Getum við bætt efni síðunnar?