Fara í efni

Bæjarráð

653. fundur 02. júní 2016 kl. 08:00 - 08:37 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Þórhallur Einisson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Í upphafi fundar lýsti hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 31. maí 2016.

1605033

Með erindinu er óskað umsagnar um frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785.mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Landskerfi bókasafna frá 25. maí 2016.

1605036

Lagður fram ársreikningur Landskerfis bókasafna 2015.
Lagt fram til kynningar.

3.Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, ódagsett 2016.

1605032

Í bréfinu eru kynntar ályktanir aðalfundar FOSS, stéttarfélags í almannaþjónustu 2016.
Lúta ályktanirnar að styttingu vinnuvikunnar, auknu álagi á starfsmenn sveitarfélaga v.aukins ferðamannastraums og að réttindum eldri borgara.
Lagt fram til kynningar.

4.Sjöstjörnunni fasteignafélagi frá 31. maí 2016.

1605031

Í bréfinu óskar bréfritari eftir forgangi að lóðum sem kenndar eru við Eden og Tívoli í fjórar vikur. Tímann ætla forsvarsmenn félagsins að nýta til að kanna kosti verkefnis er lúti að uppbyggingu ferðatengdrar þjónustu á lóðunum, afla hlutafjár og vinna að öðrum nauðsynlegum undirbúningi.
Bæjarráð samþykkir að Sjöstjarnan fasteignafélag fái forgang að lóðunum Austurmörk 25, Austurmörk 24, Sunnumörk 3 og Sunnumörk 1 í fjórar vikur.

5.Írisi Ósk Erlingsdóttur frá 31. maí 2016.

1605039

Í bréfinu er óskað eftir leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir erindið. Gildir sú samþykkt þar til barninu verður boðin leikskólavistun í Hveragerði.

6.Endurnýjun á yfirdráttarheimild hjá Arion banka

1606001

Í minnisblaði bæjarstjóra er óskað eftir að bæjarráð samþykki yfirdráttarheimild í Arion banka að upphæð 55 mkr. Er þetta í samræmi við reglur er nýverið tóku gildi en þar óskar Arion banki eftir árlegri staðfestingu bæjarstjórnar á yfirdráttarheimild í bankanum.
Bæjarráð samþykkir að yfirdráttarheimild að upphæð 55 mkr verði tekin í Arion banka.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - Litla brauðstofan

1605038

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir erindi er varðar staðsetningu á bíl er afgreiði brauð til þeirra sem pantað hafa hjá Litlu brauðstofunni og annarra sem versla vilja. Bíllinn yrði staðsettur á umræddum stað á laugardögum milli kl. 09:30 - 13:00.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en minnir um leið á að samþykki lóðarhafa umræddra svæða þarf fyrir staðsetningunni.

8.Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 25.5.2016.

1605034

Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 25. maí 2016.
Lagt fram til kynningar.

9.Héraðsnefnd Árnesinga frá 27. apríl 2016.

1605035

Lögð fram fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs frá 27. apríl 2016.
Lagt fram til kynningar

10.Brunavörnum Árnessýslu frá 25.5.2016.

1605037

Lögð fram fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 25. maí 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:37.

Getum við bætt efni síðunnar?