Fara í efni

Bæjarráð

731. fundur 19. desember 2019 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 4.desember 2019.

1912029

Í bréfinu óskar Velferðanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9.desember 2019.

1912030

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434.mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.
Bæjarstjóra falið að senda umsögn til nefndarinnar byggða á áður framkomnum umsögnum Hveragerðisbæjar.

3.Bréf frá Utanríkisráðuneytinu frá 29.nóvember 2019.

1912032

Í bréfinu þakkar ráðuneytið fyrir höfðinglegar viðtökur þegar embættismannanefnd Norðurskautsráðsins hélt fyrsta fund sinn með áheyrnarfulltrúum á yfirstandandi formennskutíð Íslands í Hveragerði 19.-21. nóvember.
Bæjarráð fagnar þeirri fjölbreyttu flóru veitingastaða og afþreyingar sem nú er í Hveragerði sem gerir kleift að taka á jafn myndalegan hátt á móti hópi eins og hér um ræðir.

4.Bréf frá Félagi lesblindra frá 11.desember 2019.

1912033

Í bréfinu óskar félag lesblindra á Íslandi eftir stuðningi frá Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. Mikilvægi þess að öllum börnum séu veitt góð skilyrði til náms og stuðningur við hæfi er óumdeilt. Bæjarráð telur að skólar bæjarfélagsins séu að veita framúrskarandi þjónustu á þessu sviði en einnig er verið að efla snemmtæka íhlutun með fjölgun sérfræðinga í skólunum. Til að hægt sé að glöggva sig á þeirri þjónustu sem veitt er og meta hvort að betur þurfi að gera óskar bæjarráð eftir að fræðslunefnd fjalli um málefni barna með sértæka námsörðuleika og kalli eftir upplýsingum um það með hvaða hætti leik- og grunnskólar í bæjarfélaginu vinna að þeim málum og hvar hægt væri að gera enn betur. Formaður fræðslunefndar kynni niðurstöðuna fyrir bæjarráði á nýju ári.

5.Bréf frá Heilsueflingarhóp Grunnskólans í Hveragerði.

1912036

Í bréfinu óskar heilsueflingarhópur Grunnskólans í Hveragerði eftir að veittir verði frístundastyrkir til starfsfólks Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð vekur athygli á að nýlega veitti bæjarstjórn öllum starfsmönnum Hveragerðisbæjar ókeypis aðgang að Sundlauginni Laugaskarði. Er sú aðgerð liður í heilsuseflandi aðgerðum fyrir starfsmenn. Í ljósi þess að heilsueflingarhópur bæjarins er um það bil að hefja störf þá hafnar bæjarráð erindinu að þessu sinni og bíður niðurstöðu hópsins og reynslunnar af ókeypis aðgangi í sund.

6.Bréf frá Eggerti Guðmundssyni frá 12.desember 2019.

1912031

Í bréfinu óskar Eggert Guðmundsson lóðarhafi lóðarinnar Dalahraun 16-20 eftir að lóðarréttindi færist yfir á fyrirtæki hans Eggert Smið ehf kt. 610499-2369.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar.

7.Lóðarumsókn - Búðarhraun 3.

1912040

Gunnar Þórbergur Harðarson sækir um lóðina Búðarhraun 3.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Gunnari Þórbergi Harðarsyni lóðina Búðarhraun 3 í samræmi við reglur um úthlutun lóða. Hér er um að ræða lóð sem var skilað inn eftir fyrri úthlutun.

8.Minnisblað frá skrifstofustjóra - jafnlaunavottun.

1912038

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tilboða vottunarfyrirtækja í jafnlaunavottun fyrir Hveragerðisbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði BSI á Íslandi verði tekið.

9.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - akstursþjónusta eldri borgara.

1912039

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra vegna akstursþjónustu eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir nýjar reglur vegna akstursþjónustu með þeim athugasemdum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt samþykkir bæjarráð gjaldskrá vegna akstursþjónustunnar.

10.Verkfundur 13 - Gatnagerð Kambaland frá 13.desember 2019.

1912041

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlit Suðurlands frá 24.október 2019.

12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.nóvember 2019.

1912037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Getum við bætt efni síðunnar?