Fara í efni

Bæjarráð

729. fundur 21. nóvember 2019 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði formaður fram dagskrárbreytingartillögu um að við dagskrá bættist liður "bréf frá Klakafelli ehf frá 22. október 2019". Tillagan samþykkt samhljóða.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6.nóvember 2019.

1911050

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.nóvember 2019.

1911051

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 14.nóvember 2019.

1911052

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 14.nóvember 2019.

1911055

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18.nóvember 2019.

1911056

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 13.nóvember 2019.

1911053

Í bréfinu er rætt um gjaldskrár vatnsveitna og fjármagnskostnað af fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna. Jafnframt óskar ráðuneytið eftir að vera upplýst með stuttri samantekt um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald eru byggðar á.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

7.Bréf frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá 18.nóvember 2019.

1911062

Fært í trúnaðarmálabók.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu í höfðu samráði við lögmann.

8.Bréf frá Matvælastofnun frá 4.nóvember 2019.

1911057

Í bréfinu er kynnt að Hveragerðisbær er handhafi óvirks greiðslumarks, alls 29,9 ærgildi, sem fylgdu með þegar bæjarfélagið leysti til sín erfðafestu Friðarstaða. Í bréfinu er bent á að sækja þurfi um innlausn þess fyrir 6. desember til að fá það innleyst.
Bæjarstjóra er falið að innleysa greiðslumarkið sem nemur kr. 524.945,-. Þar sem þessa fjármuni rak óvænt á fjörur Hveragerðisbæjar leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Menningar- íþrótta og frístundanefnd fái heimild til að verja þessum fjármunum í þágu barna bæjarins.

9.Bréf frá Sjóðnum góða frá september 2019.

1911058

Í bréfinu óskar Sjóðurinn góði, sem er samstarfsverkefni félagasamtaka í Árnessýslu eftir fjárframlagi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjárstjórn að Sjóðurinn góði verði styrktur um 100.000,- en Sveitarfélagið Árborg hefur þegar samþykkt styrk að upphæð kr. 250.000,-

10.Bréf frá Kvennaathvarfinu frá 20.október 2019.

1911049

Í bréfinu óskar Kvennaathvarfið eftir fjárstuðningi fyrir árið 2020.
Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er áætlaður styrkur til Kvennaathvarfsins að fjárhæð kr. 120.000.-

11.Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúf frá 18.nóvember 2019.

1911059

Í bréfinu óskar Hestamannafélagið Ljúfur eftir að samningi við Hveragerðisbæ um beitarhólf í Sólborgarlandi verði endurnýjaður.
Jafnframt óskar félagið eftir að Hveragerðisbær taki að sér að ljúka afsalsgerð og leiðréttingu fasteignanúmer vegna Sogsengja og að félagssvæði félagsins að Vorsabæjarvöllum verði lýst.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri geri samning við félagið um beitarhólf á Sólborgarlandi í samræmi við fyrri samning þar um.

Varðandi erindi um aðstoð við afsalsgerð og leiðréttingu ákveðinna fasteignaviðskipta Hestamannafélagsins frá árinu 1973 þá gerir bæjarráð ekki athugasemd við að skipulagsfulltrúi aðstoði félagið í málinu.

Varðandi lýsingu á félagssvæðinu vísar bæjarráð erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

12.Bréf frá Klakafell ehf frá 22. október 2019.

1911063

Í bréfinu óska forsvarsmenn Klakafells ehf eftir að lóðirnar Dalahraun 1-7, Dalahraun 2-8, Dalahraun 10-14, Langahraun 1-7 og Langahraun 2-8 verði færðar á nafnd Klakafells ehf.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar enda eru forsvarsmenn fyrirtækjanna þeir sömu.

13.Tilboð rekstrarkostnaður öryggisþjónustu - Lota.

1911054

Lagt fram tilboð frá Lotu um yfirferð öryggismála hjá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við Lotu á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

14.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.nóvember 2019.

1911060

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12.nóvember 2019.

1911061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Getum við bætt efni síðunnar?