Fara í efni

Bæjarráð

728. fundur 07. nóvember 2019 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 18.október 2019.

1910031

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22.október 2019.

1910032

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22.október 2019.

1910033

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25.október 2019.

1911001

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.
Lagt fram til kynningar. Meirihluti bæjaráðs telur óþarfi að skylda sveitarfélög til að útvega nemendum gögn til persónulegra nota en bendir á að nú þegar útvegar Hveragerðisbær öllum nemendum þessi gögn rétt eins og velflest sveitarfélög landsins.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 4.nóvember 2019.

1911028

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 13872011(fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30.október 2019.

1911014

Í bréfinu er kynnt bréf frá Jafnréttisstofu vegna jafnréttisáætlunar Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Umboðsmanni barna frá 18.október 2019.

1911002

Í bréfinu er kynnt barnaþing sem haldið verður daganna 21. og 22. nóvember næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Stígamótum frá 10.október 2019.

1911005

Í bréfinu óskar Stígamót eftir fjárstuðningi fyrir árið 2020.
Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er áætlaður styrkur til Stígamóta að fjárhæð kr. 120.000.-

9.Bréf frá Skákfélagi Selfoss og nágrennis frá 21.október 2019.

1911006

Í bréfinu óskar Skákfélag Selfoss og nágrennis eftir stuðningi frá Hveragerðisbæ vegna alþjóðlegrar skákhátíðar á Selfossi dagana 19. - 29. nóvember 2019.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hátíðina um kr. 75.000,- enda verði að lágmarki einn viðburður á hennar vegum haldinn í Hveragerði og að Hveraerðisbær fái byrtingu í mótsblaðinu.

10.Bréf frá leikskólastjórum leikskólanna Óskalands og Undralands frá 16.október 2019.

1911007

Í bréfinu óska leikskólastjórar leiksólanna eftir að Hveragerðisbær ráði iðjuþjálfa til starfa við skóla bæjarins sem yrði ráðgefandi fyrir starfsfólk í ýmsum málum auk þess að sinna þjálfun nemenda.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að ráða iðjuþjálfa til leikskólanna í fullt stöðugildi sem skiptist niður á skólana. Gert verður ráð fyrir stöðugildinu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

11.Bréf frá Plís ehf frá 13.október 2019.

1911004

Í bréfinu óskar Plís ehf eftir að leigusamningur vegna tjaldsvæðisins í Hveragerði verði framlengdur.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við Plís ehf. Bæjarstjóra falið að ganga frá nýjum samningi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

12.Bréf frá Lionsklúbbnum Eden frá 1.nóvember 2019.

1911016

Í bréfinu þakkar Lionsklúbburinn Eden Hveragerðisbæ fyrir veittan stuðning vegna Hrekkjavökuballs.
Bæjarráð samþykkir að heimila Lionsklúbbnum Eden endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu við Skólamörk þann 31. október á næsta ári.

13.Bréf frá Hafhúl frá 5.nóvember 2019.

1911022

Í bréfinu óskar Hafhúl (Hagsmunafélag húseigenda við Lækjabrún) eftir að sett verði upp skilti með götuheitinu Lækjabrún og eins skilti þar sem bannað er að hafa unda lausa á göngustígum við Lækjarbrún.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að fara yfir skiltamál sem tengjast nýjum götum í Hveragerði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að sett verði upp skilti sem banni lausagöngu hunda.

14.Bréf frá Hafhúl frá 5.nóvember 2019.

1911023

Í bréfinu óskar Hafhúl (Hagsmunafélag húseigenda við Lækjabrún) eftir að Hveragerðisbær sjái um snjómokstur göngustígs milli Lækjarbrúnar og Heilsustofnunar ásamt millistígum raðhúsa.
Bæjarráð hafnar umleitan húsfélagsins varðandi snjómokstur og snjóbræðslu á stíg á milli Lækjarbrúnar og HNLFÍ. Vegna þessa vill bæjarráð koma á framfæri að umræddur göngustígur er á lóð Heilsustofnunar og því er það á ábyrgð umráðahafa viðkomandi lóðar að sjá um að snjór sé ruddur af stígnum í þessu tilfelli er það HNLFÍ. Umræddur stígur hefur ekki verið færður í umsjón Hveragerðisbæjar en aftur á móti hefur bæjarfélagið tekið þátt í lagfæringu hans á ákveðnum litlum bletti einmitt vegna þeirra raka að íbúar bæjarins nota hann á gönguferðum sínum. Um algjöra undantekningu frá reglu var þar að ræða og engin skuldbinding til yfirtöku á umræddum stíg fólst í þeirri ákvörðun.

15.Bréf frá Austurmörk ehf frá 6.nóvember 2019.

1911030

Í bréfinu óska lóðarhafar Lóðarinnar Austurmörk 6 eftir að lóðarréttindi færist af Hveraberg ehf yfir á Austurmörk ehf.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar enda eru forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna þeir sömu.

16.Samningur við Vegagerðina - skil á Öxnalækjarvegi og að hreinsistöð í Hveragerði.

1911015

Lagður fram samningur við Vegagerðina um fullnaðarskil á Öxnalækjarlandi og yfirfærslu veghalds Öxnalækjarvegar frá Vegagerðinni til Hveragerðisbæjar. Einnig um uppgjör vegna framkvæmda við nýjan veg að Öxnalækjarlandi að hreinsistöð í landi Vorsabæjar en eldri vegur leggst af vegna framkvæmda við Suðurlandsveg.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

17.Minnisblað frá bæjarstjóra - Matarstefna Hveragerðisbæjar.

1911025

Í minnisblaðinu er rætt um að mótuð verði sameiginleg matarstefna fyrir leik- og grunnskóla bæjarins þar sem lögð yrði áhersla á að matur sem framreiddur er í mötuneytum á vegum bæjarins sé í samræmi við ráðleggingar landlæknis um fæðuval mismunandi aldurshópa og manneldismarkmið. Einnig hvernig best mætti koma til móts við óskir þeirra sem valið hafa sér lífsstíl án dýraafurða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur til að leggja drög að matarstefnu bæjarins og hann skipi einn fulltrúi frá Óskalandi, tveir frá Undralandi, þrír frá Grunnskólanum en formaður starfshópsins verði formaður fræðslunefndar. Menningar og frístundafulltrúi verði starfsmaður hópsins.
Starfshópurinn taki nú þegar til starfa og skili tillögu að matarstefnu til bæjarstjórnar í síðasta lagi í janúar næstkomandi.

18.Minnisblað frá bæjarstjóra - Samgönguáætlun 2020 - 2024.

1911026

Í minnisblaðinu er rætt um samgönguáætlun 2020-2024 þar sem gerð er tillaga um flýtingu mikilvægra samgöngubóta. Í fimm ára aðgerðaráætlun sem fylgir samgönguáætlun er gert ráð fyrir að úrbótum á Suðurlandsvegi / Hringveginum frá Kömbum að Biskupstungnabraut verði flýtt og þeim verði að fullu lokið á tímabilinu. Þar með taldar eru framkvæmdir við færslu hringvegarins neðan við Hveragerði.
Bæjarráð fagnar þeirri áherslu á bætt umferðaröryggi sem tillagan felur í sér en hér er um að ræða einn alhættulegasta vegakafla landsins. Bæjarráð telur nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdina frá Kömbum að Vármá eins fljótt og auðið er. Bæjarstjóra falið að senda ráðherra afgreiðslu fundarins og taka þar tillit til umræðna sem urður á fundinum.

19.Minnisblað frá bæjarstjóra - Tillaga um lækkun gatnagerðagjalds.

1911029

Í minniblaðinu er gerð tillaga um að gatnagerðargjöld á verslunar, skrifstofu, þjónustuhús og einnig á iðnaðar, geymslu og annað atvinnuhúsnæði lækki nú þegar þannig að viðmiðunarprósenta af byggingarkostnaði vísitöluhúss verði ekki 6,9% eins og nú er heldur 3,2%.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

20.Minnisblað frá bæjarstjóra - WIFI4EU - Þráðlaust net í opinberum rýmum.

1911024

Í bréfinu er kynnt að Hveragerðisbær fékk styrk frá Evrópuverkefninu WiFi4EU að upphæð 15.000 evrur til að setja upp þráðlaust net í almannarýmum svo sem í almenningsgörðum, söfnum og á öðrum stöðum þar sem almenningur kemur saman.
Bæjarráð fagnar styrknum og felur bæjarstjóra að sjá um útfærslu nettenginganna í bæjarfélaginu.

21.Lóðarumsókn - Búðahraun 1.

1911012

Sigríður R. Helgadóttir sækir um lóðina Búðahraun 1.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigríði R. Helgadóttur lóðinni Búðahraun 1 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

22.Lóðarumsóknir - Dalahraun 9 - 11 - 13 - 15.

1911009

Fyrir fundinum liggja 19 umsóknir um allar lóðirnar Dalahraun 9,11,13 og 15. Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar.
Reir verk ehf fékk úthlutað öllum lóðunum í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 10. október og reglum um úthlutun lóða. Til vara voru dregnir út Helgatún ehf, Heimaland ehf og Við tjarnarbakkann ehf.

23.Drög að rekstraráætlun 2020.

1911013

Lögð fram drög af rekstraráætlun ársins 2020.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

24.Verkfundur - Gatnagerð Kambalands frá 22.október 2019.

1911008

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

25.Fundargerð NOS frá 23.október 2019.

1911018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerð SASS frá 23.október 2019.

1911027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Fundargerð Byggingarnefndar Búðarstígs 22 frá 29.október 2019.

1911020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 29.október 2019.

1911019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 25.október 2019.

1911017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni síðunnar?