Fara í efni

Bæjarráð

726. fundur 07. október 2019 kl. 08:00 - 10:02 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 27.september 2019.

1909042

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 26.september 2019.

1909043

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Bæjarráð hvetur alþingismenn til að styðja frumvarpið sem felur í sér að virðisaukaskattur vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaga verði endurgreiddur að fullu.

Umrædd tillaga hefur verið baráttumál sveitarfélaga um langa hríð en nokkuð ljóst þykir að ef ekki kemur til stuðningur við fráveituframkvæmdir þá mun fjöldi sveitarfélaga ekki geta staðið að nauðsynlegum fráveituframkvæmdum og þar með ekki uppfyllt þau lög sem í gildi eru um fráveitur og hreinsun fráveituvatns.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26.september 2019.

1909044

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26.september 2019.

1909045

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál.
Meirihluti bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið. Þórunn Pétursdóttir situr hjá.

5.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 27.september 2019

1909058

Í bréfinu er kynnt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismundandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 19.september 2019.

1909057

Í bréfinu er rætt um Skólaþing sveitarfélaga 2019 sem verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember.
Jafnframt eru sveitarfélög hvött til að senda fulltrúa úr ungmennaráði til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa, fulltrúa í ungmennaráði og nefndarmenn í fræðslunefnd til að sækja þingið.

7.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 30.september 2019.

1909050

Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Hornsteins ehf um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Hrauntungu 18(221-0505).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina en bæjarstjórn hefur áður samþykkt leyfið á fundi sínum þann 10. janúar 2019.

8.Bréf frá Fancy sheep ódagsett.

1909048

Í bréfinu óska fulltrúar frá Fancy sheep eftir að fá að staðsetja matarvagn tímabundið á svæðinu við Reykjadal.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en framkvæmdir eru þegar hafnar við byggingu þjónustuhúss sem væntnalega mun selja veitingar í húsnæðinu á umræddum stað .

9.Bréf frá Tré lífsins minningagarðar frá 20.september 2019.

1909049

Í bréfinu er kynning á verkefninu Tré lífsins sem er frumkvöðlaverkefni í þróun. Jafnframt er í bréfinu könnun á áhuga Hveragerðisbæjar um að opna Minningagarð í sveitarfélaginu.
Bæjarrráð lýst ekki illa á hugmyndir bréfritara en sér ekki í augnablikinu hentugan stað fyrir slíkan minningareit. Slíkt getur þó breyst og sérstaklega við færslu Suðurlandsvegar en við þá færslu geta skapast möguleikar á nýtingu lands með öðrum hætti en við sjáum fyrir okkur í dag.

10.Bréf frá Frisbígolffélagi Hveragerðis frá 30.september 2019.

1909052

Í bréfinu óskar Frisbígolffélag Hveragerðis eftir stuðningi frá Hveragerðisbæ til að setja upp frisbígolfvöll. Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir tók við fundarstjórn.
Bæjarráð fagnar frumkvæði bréfritara og samþykkir þá beiðni um styrk og stuðning við framkvæmdina sem fram kemur í erindinu.

11.Bréf frá oddvitum og sveitarstjórum í uppsveitum og flóa.

1909053

Í bréfinu ræða bréfritarar um stöðu mála vegna ráðningar persónuverndarfulltrúa. Þau leggja til að Héraðsskjalasafni Árnesinga verði falið að taka að sér hlutverk persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélögin.
Bæjarráð óskar eftir að málið verði rætt á fundi Héraðsnefndar Árnesinga í október og að niðurstaða þeirrar umfjöllunar verði send bæjarstjórnum sveitarfélaganna til afgreiðslu.

12.Bréf frá Halldóru G. Steindórsdóttur frá 21. ágúst 2019.

1909056

Í bréfinu óskar Halldóra eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti af eign hennar að Heiðmörk 38B.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að hafna forkaupsrétti áður en tilboð í umrædda húseign liggja fyrir.

13.Lóðarumsóknir - Kambaland.

1909059

Fyrir fundinum liggja 56 umsóknir um 7 raðhúsalóðir í Kambalandi og 14 umsóknir um 6 einbýlishúsalóðir í Kambalandi.
Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutaðar einbýlishúsalóðir í samræmi við reglur um úthlutun lóða.

Búðahraun 5 Helgi Gíslason.
Búðahraun 3 Gísli Rúnar Sveinsson.
Búðahraun 7 Þröstur Helgason
Búðahraun 4 Halldóra Baldvinsdóttir.

Varamenn um úthlutaðar einbýlishúsalóir eru:
1. Sigríður Helgadóttir.
2. Einar Örn Einarsson
3. Sveinn Gíslason.

Eftirtaldir aðilar fengu úthlutaðar raðhúsalóðir í samræmi við úthlutun lóða.

Dalahraun 22-26 Már Guðmundsson.
Dalahraun 16-20 Nýjatún ehf.
Dalahraun 10-14 Unnar Steinn Guðmundsson
Dalahraun 2-8 Höfðaflatir ehf.
Dalahraun 1-7 Valdimar Bjarnason.
Langahraun 2-8 Valdimar Bjarnason.
Langahraun 1-7 Unnar Steinn Guðmundsson.

Varamenn um úthlutaðar raðhúsahúsalóir eru:
1. Eggert Guðmundsson.
2. Vörðufell ehf.
3. Eggert smiður ehf.
4. Flotvaki ehf.

14.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Árhólmar gatnagerð og bílastæði.

1910001

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 1. október 2019 vegna gatnagerðar og bílastæða við Árhólma.
Bæjarráð samþykkir að framkvæma nú þegar hluta af bílastæðum við Árhólma og að sett verði burðarlag í bílastæði og götu framan við þjónustuhús. Kostnaður rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2019.

15.Minnisblað frá bæjarstjóra - Þjónustuskilti við innkeyrslu.

1910002

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 1. október 2019 vegna þjónustuskiltis við innkeyrslu.
Bæjarráð samþykkir að árgjald með auglýsingu á skiltinu verði kr. 25.000.- frá og með árinu 2019. Nýjir aðilar greiði þó kr. 30.000.- sem startgjald enda felst kostnaður í því að setja upplýsingar um nýja aðila á skiltið.

16.Bréf frá Gunnvöru Kolbeinsdóttur leikskólastjóra á Óskalandi.

1910004

Í bréfinu óskar leikskólastjóri eftir heimild til að ráða sérkennslustjóra við leikskólann Óskaland.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

17.Verkfundur 9 - Gatnagerð Kambaland frá 24.september 2019.

1909055

Fundargerðin samþykkt.

18.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 25.september 2019.

1909047

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 26.september 2019.

1909046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.

1909051

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 20.september 2019.

1909054

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:02.

Getum við bætt efni síðunnar?