Fara í efni

Bæjarráð

723. fundur 16. ágúst 2019 kl. 08:00 - 08:56 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður, Friðrik Sigurbjörnsson, eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Hér var gengið til dagskrár.

1.Fundagerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6.ágúst 2019.

1908020

Liðir afgreiddir sérstaklega 2,3,4,5 og 6.
Liður 2 "Hreinsistöð, breyting deiliskipulagi". Bæjarráð samþykkir að Landform ehf verði falið að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi hreinsistöðvarinnar og við skipulagsgerðina verði tekið tillit til þeirra atriða sem fram koma í minnisblaði skipulagsfulltrúa.

Liður 3 "Þelamörk 40 - viðbygging". Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Liður 4. "Austurmörk 6, umsókn um byggingarleyfi". Bæjarráð heimilar ekki að byggingin fari út fyrir byggingareit til norðurs þar sem það kunni að varða hagsmuni nágranna og þrengi þar að auki fullmikið að aðgengi að húsi á nærliggjandi lóð. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að húsið fari rúman 1m út fyrir byggingarreit til suðurs enda rýrir það ekki gæði lóðarinnar og varðar ekki hagsmuni nágranna. Að öðru leyti er aðaluppdráttum vísað til nánari athugunar byggingarfulltrúa.

Liður 5 "Heiðmörk 17, viðbygging". Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Liður 6 "Sunnumörk 4, ný innkeyrsla inn á lóð." Bæjarráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt lóðarhöfum að Mánamörk 1 þegar skýringarmynd hefur verið lagfærð í samræmi við athugasemdir Skipulags- og mannvirkjanefndar.

Fundi slitið - kl. 08:56.

Getum við bætt efni síðunnar?