Fara í efni

Bæjarráð

719. fundur 20. júní 2019 kl. 08:00 - 09:03 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði formaður athugasemda við fundarboð en engar komu fram. Í upphafi fundar bauð formaður Þórunni Pétursdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í bæjarráði.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 11.júní 2019.

1906037

Í bréfinu er boðað til XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 6. september 2019. Þar mun tillaga að stefnumótandi áætlun ríkissins í málefnum sveitarfélaga verða rædd.
Lagt fram til kynningar en landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi í sumar þar sem dagskrá og gögn munu fylgja. Fulltrúar Hveragerðisbæjar á landsþingi eru Eyþór H. Ólafsson og Þórunn Pétursdóttir en auk þeirra mun Aldis Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, sitja þingið.

2.Lögð fram samþykkt vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1906029

Lögð fram samþykkt vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu til kaupa á nýrri tankbifreið.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku
Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000
kr. til 10 ára, í samræmi við skilmála láns af eigin fé með föstum
verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánð er tekið. Er
ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis
skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu.

Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri
ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra
greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið
tekið til að fjármagna kaup á nýrri tankbifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun
opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda
Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna
Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að
félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til
annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess
að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009 veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu
ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

3.Skýrsla um þjónustu við fatlað fólk í Hveragerði.

1906038

Lögð fram skýrsla frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar þar sem stofnunin hvetur Velferðarþjónustu Árnesþings til að huga að ákveðnum þáttum í framkvæmd þjónustu við fatlað fólk í Hveragerði
Bæjarráð þakkar ýtarlega úttekt á störfum velferðarþjónustu Árnesþings sem snýr að Hveragerðisbæ og vísar skýrslunni til umfjöllunar í Skólaþjónustu og velferðarnefnd Árnesþings. Það er ljóst að ný lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sem tóku gildi 1. október 2018 kalla á ákveðnar breytingar á framkvæmd þjónustu en í skýrslunni kemur fram að gera má ráð fyrir að það taki sveitarfélög einhvern tíma að gera þær breytingar sem ný lög kalla á. Er nefndinni falið að kynna sér ábendingar sem fram koma í umræddri skýrslu með það fyrir augum að skilyrði laga verði uppfyllt og þjónusta þar með enn betri en nú er.

4.Minnisblað - Klúbbarnir Geysir og Strókur.

1906043

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna klúbbanna Geysis og Stróks en afgreiðslu erinda þeirra varðandi styrki til starfseminnar var frestað á fundi bæjarráðs þann 16. maí síðastliðinn.
Í ljósi þeirra upplýsinga sem lagðar eru fram í minnisblaði bæjarstjóra samþykkir bæjarráð að styrkja Klúbbinn Strók um kr. 100.000,- og að áfram verði stutt við starfsemi félagsins Leiðin út á þjóðveg verði eftir því leitað. Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindi Klúbbsins Geysis. Ennfremur ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að starfsmenn bæjarfélagsins á þessu sviði fái kynningu á starfsemi Stróks eins og boðið er í svari þeirra til bæjarstjóra.

5.Bréf til fulltrúa í Háskólaráði LBHÍ.

1906042

Bæjarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi ályktun og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri við fulltrúa í háskólaráði LBHÍ, þingmenn kjördæmisins, önnur sveitarfélög á svæðinu og stjórn SASS:

Heyrst hefur að ný stefna um starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands hafi verið kynnt nýverið á fundi sem haldinn var á Hvanneyri en þar eru lagðar til breytingar á inntaki og eðli garðyrkjunáms við skólann.

Garðyrkjudeild Landbúnaðarháskóla Íslands er staðsett í túnfæti Hveragerðisbæjar. Starfsemi LBHÍ í samfélaginu hér fyrir austan fjall er mjög mikilvæg auk þess sem garðyrkja hefur verið drifkraftur í atvinnulífi Hveragerðisbæjar frá upphafi byggðar hér í bæ. Allar breytingar á eðli náms við garðyrkjudeild LBHÍ skipta því miklu máli.

Á Reykjum hafa nemendur sótt gott og fjölbreytt starfsnám sem bæði hefur nýst til áframhaldandi náms en einnig sem framúrskarandi grunnur fyrir störf á vettvangi garðyrkjunnar.

Við viljum hvetja fulltrúa í Háskólaráði LBHÍ til að standa vörð um það mikilvæga nám sem fram fer á Reykjum og í samvinnu við alla hagaðila, þar með talin sveitarfélögin á svæðinu, leita allra leiða til að efla það enn frekar með það að leiðarljósi að garðyrkja í sinni fjölbreyttustu mynd fái sem best dafnað á Íslandi.

Í ljósi þessa er hér með óskað eftir því að engar ákvarðanir um nýja stefnu verði teknar nema með víðtæku samráði við alla hagaðila og að undangengnu ítarlegu mati á þeim áhrifum sem slíkar breytingar gætu mögulega haft á námið og aðgengi nemenda að því.

Okkur er kunnugt um að sveitarstjóri Borgarbyggðar hafi verið boðaður á umræddan kynningarfund. Þykir okkur mjög miður að hvorki fulltrúar Ölfuss né Hveragerðisbæjar hafi fengið boð á fundinn þrátt fyrir að hagsmunir þessara tveggja sveitarfélaga séu jafn ríkir í þessu máli og Borgarbyggðar.

Bæjarráð fyrir hönd allra bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar lýsa yfir fullum vilja til að koma að samráði um framtiðarsýn garðyrkjudeildar LBHÍ og telja að með víðtæku samráði sé hagsmunum garðyrkjunnar best borgið.

6.Verkfundargerð frá 5.júní 2019 - Gatnagerð Kambaland.

1906035

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Verkfundargerð frá 11.júní 2019 - Gatnagerð Vorsabær.

1906036

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð stjórnar SASS frá 16.maí 2019.

1906039

Lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð Bergrisans frá 27.maí 2019.

1906040

Lög fram til kynningar.

10.Fundargerð NOS frá 7.júní 2019.

1906041

Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði sálfræðingur í 100% starf hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Jafnframt samþykkir bæjarráð að gildandi samningur við starfsmenn vegna bakvakta félagsþjónustunnar verði framlengdur til 1. ágúst.

Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:03.

Getum við bætt efni síðunnar?