Fara í efni

Bæjarráð

715. fundur 04. apríl 2019 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22.mars 2019.

1903053

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25.mars 2019.

1903059

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 711. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 18.mars 2019.

1903056

Í bréfinu óskar eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir upplýsingum um eftirlit og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.
Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að svara erindinu.

4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 28.mars 2019.

1904001

Í bréfinu er kynnt verkefni Byggðastofnunar um gagnvirkt yfirlitskort með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samstarfssamningur við Byggðastofnun um söfnun, vinnu og skil gagna fyrir þjónustukort.

5.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 26.mars 2019.

1903061

Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Jóns Guðmundssonar ehf um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II kaffihús að Breiðamörk 3.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að athugasemdir verði ekki gerðar við umsóknina en bæjarfulltrúar hafa þegar samþykkt slíka afgreiðslu óformlega.

6.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 25.mars 2019.

1903058

Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2019.
Bæjarstjóra falið að kanna hvaða mögulegu verkefni gætu fallið undir styrki úr sjóðnum og í framhaldinu að sækja um styrk til sjóðsins.

7.Bréf frá starfsmönnum Óskalands ódagsett.

1903052

Í bréfinu óska starfsmenn leikskólans Óskalands eftir að starfsfólk bæjarins fái frían aðgang að Sundlauginni Laugaskarði í tengslum við Heilsueflandi samfélag.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að menningar- og frístundafulltrúa verði falið að útfæra hugmyndina og leggja mótaða tillögu fyrir bæjarstjórn í næstu viku.

8.Bréf frá Golfklúbbi Hveragerðis frá 26.mars 2019.

1903060

Í bréfinu er kynnt slæmt ástand gufulagnar að húsnæði golfklúbbsins en kostnaður við viðgerð er áætlaður 5.500.000.- Stjórn Golfklúbbsins óskar eftir jákvæðri umfjöllun Hveragerðisbæjar og styrk eða aðkomu bæjarins að málinu.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa ásamt umhverfisfulltrúa að ræða við bréfritara.

9.Minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tímastjórnunarkerfis frá 1.apríl 2019.

1904002

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tímaskráningar hjá stofnunum bæjarins. Fengin voru tilboð um þrjú tímaskráningarkerfi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við lægstbjóðanda sem er Tímaskráningarkerfið Tímon svo innleiðing tímaskráningar hjá stofnunum bæjarins geti hafist sem fyrst.

10.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Upplýsingamiðstöð Suðurlands.

1903055

Lögð fram tillaga að viðauka vegna langtímaveikinda á Upplýsingamiðstöð Suðurlands.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun til Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands upp á kr. 800.000.- sem færist af lið 21010-9980 "Bæjarstjórn til síðari ráðstöfunar"

11.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Grunnskólinn í Hveragerði.

1904005

Lögð fram tillaga að viðauka vegna veikinda í Grunnskóla í Hveragerðis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun til Grunnskólans í Hveragerði upp á kr. 2.200.000.- sem færist af lið 21010-9980 "Bæjarstjórn til síðari ráðstöfunar"

12.Drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar 2018.

1904003

Lögð fram drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar fyrir árið 2018.
Bæjarráð samþykkir að undirrita ársreikninginn og að senda ársreikninginn til endurskoðenda og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

13.Fundargerð NOS frá 27.mars 2019.

1904004

Fundargerðin lögð fram til kynningar en um leið vill bæjarráð koma á framfæri þökkum til Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns, fyrir vel unnin störf og afskaplega gott samstarf á undanförnum árum. María sem nú hefur sagt upp störfum og hverfa mun til annarra verkefna hefur verið forstöðumaður þjónustunnar frá upphafi og sem slík verið stefnumótandi varðandi uppbyggingu þess góða starfs sem þar fer fram. Óskar bæjarráð Maríu velfarnaðar á nýjum vettvangi.

14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.mars 2019.

1903054

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni síðunnar?