Fara í efni

Bæjarráð

712. fundur 21. febrúar 2019 kl. 08:00 - 09:28 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaformaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6.febrúar 2019.

1902031

Í bréfinu óskar nefndasviði Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 7.febrúar 2019.

1902032

Í bréfinu óskar nefndasviði Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá SASS frá 15.febrúar 2019.

1902043

Í bréfinu er kynntur samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024 sem haldinn verður á Hótel Selfossi 4. apríl 2019. Jafnframt er óskað eftir tilnefningu fjögurra fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024 tveggja kjörinna fulltrúa og tveggja annarra fulltrúa úr sveitarfélaginu.
Bæjarráð tilnefnir Bryndísi Eir Þorsteinsdóttur, Elínu Káradóttur, Njörð Sigurðsson og Gunnar Biering Agnarsson sem fulltrúa bæjarfélagsins á samráðsvettvanginn.

4.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 11.febrúar 2019.

1902038

Í bréfinu er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands frá 12.febrúar 2019.

1902034

Í bréfinu er fyrirspurn um hvort Hveragerðisbær hafi skipað í notendaráð fatlaðs fólks og þá hvert er áætlað hlutverk þess.
Eftirfarandi er svar bæjarráðs við erindi Öryrkjabandalagsins:

Á þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, Bergrisanum, er starfrækt notendaráð sem í sitja 6 einstaklingar allir með þroskahömlun. Þeir sem sitja í notendaráðinu fóru á námskeið hjá Fræðslunetinu og heldur starfsmaður hjá fræðslunetinu utan um starf notendaráðs. Notendaráðið gefur álit sitt á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.

Á þjónustusvæðinu er einnig starfræktur samstarfshópur sem í sitja þrír sveitastjórnarmenn sem kosnir voru á aðalfundi Bergrisans og aðilar frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á Suðurlandi. Óskað hefur verið eftir tilnefningu hagsmunaaðila í samstarfshópinn en þær hafa ekki enn borist.



6.Bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands ódagsett.

1902036

Í bréfinu er rætt um náttúruhamfaratryggingu opinberra mannvirkja.
Í kjölfar jarðskjálftans 2008 var farið rækilega yfir tryggingar bæjarfélagsins og hefur nýjum mannvirkjum verið bætt inn á listann eftir því sem þau hafa byggst upp.
Bæjarráðs felur skipulagsfulltrúa og bygginga- og mannvirkjafulltrúa að fara enn og aftur yfir tryggingar mannvirkja Hveragerðisbæjar vegna náttúruhamfara til að tryggja að þær falli allar undir tryggingavernd félagsins.

7.Bréf frá Ungmennafélagi Íslands frá 6.febrúar 2019.

1902039

Í bréfinu er kynnt ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður 10.-12. apríl á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er "Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?".
Vísað til Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar.

8.Bréf frá Nordjobb frá 1.febrúar 2019.

1902047

Í bréfinu er óskað eftir því að Hveragerðisbær taki 2 norræn ungmenni á vegum Nordjobb í sumarvinnu árið 2019.
Bæjarráð samþykkir erindið enda sjái Nordjobb um að útvega umræddum aðilum húsnæði og fæði ásamt öðru sem til fellur á meðan á dvöl þeirra stendur.

9.Bréf frá íbúum við Varmahlíð 3 og Laufskóga 13, 15 og 17.

1902048

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að Hveragerðisbær ásamt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands fari tafarlaust í að vinna í að láta fjarlægja eða fari fram á að viðeigandi eigendur loki eða geri upp niðurníddar húseignir sínar að Varmahlíð 2 þ.e. gróðurhús og og áfastan húskofa.
Bæjarráð hefur skilning á því að langlundargeð nágranna umrædda eigna sé á þrotum en ljóst er að flókið eignarhald hefur staðið úrbótum fyrir þrifum. Bæjarráð felur byggingar- og mannvirkjafulltrúa að ræða við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands varðandi mögulegar leiðir að úrbótum.

10.Opnun tilboða - Jarðvegsframkvæmdir í Hveragerði 2019.

1902028

Opnun tilboða í verkið "Jarðvegsframkvæmdir í Hveragerði 2019 - hluti bílaplans við Hamarshöll" fór fram 11. febrúar 2019.
Alls bárust 10 tilboð.

Arnon ehf 32.526.423.-
Aðalleið ehf 32.581.729.-
Gleipnir verktakar 35.959.467.-
Sportþjónustan ehf 36.983.493.-
HB vélar ehf 37.062.730.-
Smávélar ehf 37.673.580.-
Borgarverk 39.000.000.-
Stéttafélagið ehf 39.564.742.-
Garpar ehf 43.009.145.-
Garðasmíði ehf 53.423.101.-

Kostnaðaráætlun 35.577.900.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda Arnon ehf enda uppfylli tilboð hans skilyrði útboðsgagna.

11.Tilboð frá Héðni frá 14.febrúar 2019.

1902041

Lagt fram tilboð frá Héðni í smíði og uppsetningu á 500 lítra trogi, ásamt snigli úr ryðfríu efni til kalk íblöndunar í þurrefni fyrir Skolphreinsistöð í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Héðins upp á kr. 14.028.505.- en kaupin eru innnan ramma samþykktrar fjárhagsáætlunar.

12.Samningur um afnotarétt - Hengill.

1902042

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og tók Eyþór H. Ólafsson sæti hennar sem formaður og Aldís Hafsteinsdóttir sæti hennar á fundinum.

Lagður fram samningur við Hengil, líkamsrækt ehf, um afnot af kjallara íþróttahússins við Skólamörk.
Bæjarráð samþykkir að fjárhæð samnings hækki árlega miðað við vísutölu neysluverðs mv. 1. janúar 2019. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

13.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - Heilsueflandi samfélag.

1902037

Í minnisblaðinu er rætt um "Heilsueflandi samfélag" sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök ofl. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nú þegar verði sótt um þátttöku Hveragerðisbæjar í verkefninu og vinna að innleiðingu Heilsueflandi samfélags hefjist sem fyrst.

14.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - Heilsueflandi verkefni með eldri borgurum bæjarins.

1902045

Í minnisblaðinu er rætt um 12 vikna heilsueflingar verkefni með eldri borgurum bæjarins til að stuðla að bættri heilsu þessa íbúahóps. Verkefnið verði unnið í samvinnu við Félag eldri borgara Hveragerðisbæjar og Jónínu Benediktsdóttur, íþróttafræðing.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fara í verkefnið á grundvelli hugmynda sem eru tilgreind í minnisblaðinu. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að námskeiðið byrji í vikunni enda er ljóst á viðbrögðum bæjarfulltrúa að fyrirkomulagið verði samþykkt.

15.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - Íþrótta og ævintýranámskeið sumarið 2019.

1902046

Í minnisblaðinu er rætt um breytt fyrirkomulag á Íþrótta og ævintýranámskeiðum næsta sumar þannig að börnin komi ekki með nesti heldur verði fullt fæði í boði á námskeiðunum. Námskeiðsgjöld hækki vegna viðbótarkostnaðar og verði námskeiðsgjald fyrir heildagsvistun í tvær vikur kr. 15.000.-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.
Bæjarstjóra falið að taka saman þann kostnaðarauka sem breytingin mun hafa í för með sér.

16.Verkfundargerð frá 11.febrúar 2019 - Gatnagerð Vorsbær.

1902044

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 11.febrúar 2019.

1902033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð SASS frá 1.febrúar 2019.

1902035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 11.febrúar 2019.

1902040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:28.

Getum við bætt efni síðunnar?