Fara í efni

Bæjarráð

711. fundur 07. febrúar 2019 kl. 08:00 - 09:50 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 31.janúar 2019.

1902005

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, mál nr. 274.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 31.janúar 2019.

1902004

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, mál nr. 306.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 31.janúar 2019.

1902003

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), mál nr. 356.
Bæjarráð er fylgjandi því að ungt fólk fái aukið hlutverk og að á það sé hlustað þegar kemur að mótun samfélagsins. Slíkt er hægt að gera með ýmsum hætti svo sem með
öflugum ungmennaráðum.

Fyrir nokkru var gerð sú breyting að lögræðisaldur var hækkaður í 18 ár einmitt til að koma til móts við það sjónarmið að börn fengju að vera börn til 18 ára aldurs og þau væru þannig eins og nokkur er kostur undanþegin áreiti og ógnum samfélagsins. Var þetta talið mikilvægt skref og jákvætt enda flestir sammála því að þessi breyting hafi verið til bóta.

Það er ávallt mikilvægt að skoða með hvaða hætti megi bæta samfélagið og þar væri stórt skref stigið ef að réttindi yrðu öll samræmd ákveðnum aldri til dæmis við 18 ár.

Bæjarráð telur ekki rétt að aðskilja kosningarétt og kjörgengi og telur því að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri og kosningaldur verði því áfram 18 ár við sveitarstjórnarkosningar eins og verið hefur.



4.Bréf frá forsætisráðuneytinu frá 28.janúar 2019.

1902007

Í bréfinu eru kynnt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og sveitarfélög hvött til að kynna sér þau. Jafnframt er vakin athygli á ráðstefnu um heimsmarkmiðin sem haldin verður á Grand hótel í Reykjavík, föstudaginn 15. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 25.janúar 2019.

1902024

Í bréfinu kynnir ráðherra vinnu við gerð áfangastaðaáætlun landshlutanna (DMP) og hvetur sveitarfélög til að kynna sér niðurstöðu þeirrar vinnu.
Lagt fram til kynningar en bæjarfulltrúar hafa þegar farið yfir áfangastaðaáætlun Suðurlands með þeim sem hana unnu og fjallað um áætlunina í bæjarstjórn. Eftir sem áður er mikilvægt að hún verði höfð til hliðsjónar við stefnumarkandi ákvarðanir á þessu sviði.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29.janúar 2019.

1902008

Í bréfinu er boðað til XXXIII landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Grand hóteli í Reykjavík þann 29. mars 2019.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Hveragerðisbæjar eru Eyþór H. Ólafsson og Þórunn Pétursdóttir.

7.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1.febrúar 2019.

1902006

Í bréfinu er vakin athygli á ósk nefndasviðs Alþingis um umsagnir um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna og sveitarstjórnir hvattar til að kynna sér frumvarpið og taka afstöðu til þess.
Vísað til afgreiðslu liðar 3.

8.Bréf frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar frá 15.janúar 2019.

1902002

Í bréfinu er gerð grein fyrir rekstri gistiskýla Reykjavíkurborgar og óskað eftir því að nágrannasveitarfélög greiði fyrir gistingu sinna íbúa. Meðfylgjandi bréfinu er samningur Hveragerðisbæjar og Reykjavíkurborgar um málið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

9.Bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, ódagsett.

1902015

Í bréfinu er kynnt þjónusta félagsins varðandi lýðræðisráðgjöf og ráðgjöf varðandi styttingu vinnuvikunnar.
Lagt fram til kynningar en Hveragerðisbær hefur þegar sótt um aðild að lýðræðisverkefni sem Akureyrarbær undirbýr nú í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og augljóslega er stytting vinnuvikunnar stórt atriði í yfirstandandi kjarasamningsgerð.

10.Bréf frá félaginu Leiðin út á þjóðveg frá 30.janúar 2019.

1902011

Í bréfinu er gerð grein fyrir ráðstöfun styrks til félagsins árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá Magneu Jónsdóttur frá 15.janúar 2019.

1902010

Í bréfinu óskar Magnea eftir framlengingu til eins árs á stöðuleyfi fyrir söluskálann Dalakaffi við bílastæðið í Ölfusdal
Vísað til bæjarstjórnar og jafnframt óskað eftir upplýsingum frá Reykjadalsfélaginu slf. um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.

12.Bréf frá Laufey Heimisdóttir frá 28.janúar 2019.

1902012

Í bréfinu er óskað upplýsinga um það hvenær megi vænta auglýsingar eftir leikskólastjóra Leikskólans Undralands.
Bæjarstjóri upplýsti að starfslok fráfarandi leikskólastjóra hefðu verið um síðastliðin áramót og að umrædd staða yrði auglýst laus til umsóknar á allra næstu vikum.

13.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - Deiliskipulag Friðarstaðareits.

1902001

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir stöðu deiliskipulagsgerðar á Friðarstaðareit og jafnframt gerð tillaga um að ASK arkitektum og Landslagi ehf verði í sameiningu falin deiliskipulagsgerð á svæðinu.
Bæjarráð vill nota þetta tækifæri og þakka þeim íbúum sem mættu á íbúaþing um deiliskipulag Friðarstaða þeirra framlag. Fundurinn var að mati bæjarfulltrúi bæði skemmtilegur og árangursríkur og gefur fullt tilefni til að sama fundarform verði notað aftur þegar tilefni þykir til. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fela ASK arkitektum og Landslagi ehf að vinna í sameiningu að deiliskipulagi á svæðinu og hafa umræður á íbúafundinum til hliðsjónar.

14.Þjónustusamningur milli Dattaca Labs og Hveragerðisbæjar.

1902009

Lagður fram þjónustusamningur milli Dattaca Labs og Hveragerðisbæjar um þjónustu persónuverndarfulltrúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn til eins árs. Í lok tímabilsins verði lagt fram verkbókhald og í farmhaldi af því verði tekin ákvörðun um áframhald samningsins.

15.Minnisblað frá bæjarstjóra - Kaup á félagslegu húsnæði.

1902025

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem gerð er tillaga um kaup á tveimur íbúðum sem notaðar verða sem félagslegt leiguhúsnæði.
Jafnframt er lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupa á þessum tveimur íbúðum ásamt nýtingu á forkaupsrétti að Austurmörk 20. Með tillögunni fylgdu breytingar sem verða á rekstri, efnahagi og sjóðsstreymi vegna viðaukans.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á tveimur félagslegum íbúðum í samræmi við greinargerð bæjarstjóra og jafnframt að ráðist verði í framkvæmdir eins og tilgreindar eru í minnisblaðinu.
Eins leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna kaupanna ásamt nýtingu forkaupsréttar að Austurmörk 20 alls krónur 59 milljónir. Hluti af þessari fjárfestingu var í fjárhagsáætlun ársins 2018. Kaupin verði fjármögnuð með nýrri lántöku.

16.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bæjarskrifstofur.

1902014

Lögð fram tillaga að viðauka vegna langtímaveikinda á bæjarskrifstofu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun til bæjarskrifstofu upp á kr. 1.800.000.- sem færist af lið 21010-9980 "Bæjarstjórn til síðari ráðstöfunar"

17.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 12.nóvember 2018.

1902016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 31.janúar 2019.

1902017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Heilbrigðiseftirlit Suðurlands frá 23.janúar 2019.

1902018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 17.janúar 2019.

1902019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð stjórnar SASS frá 11.janúar 2019.

1902020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 18. desember 2018.

1902021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.janúar 2019.

1902022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Getum við bætt efni síðunnar?