Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

13. fundur 12. desember 2025 kl. 10:00 - 11:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Drífa Þrastardóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur G. Þórisson brunavarnaeftirlit BÁ
Fundargerð ritaði: Drífa Þrastardóttir verkefnastjóri tæknideild
Dagskrá

1.Austurmörk 2 - Umfangsflokkur 2

2510108

Þann 1.12.2025 bárust breyttir aðaluppdrættir frá áður samþykktum byggingaráformum um Austurmörk 2 með eftirfarandi breytingartexta: Gluggapóstar, útidyr í svefnrými 5.
Ofangreindar breytingar eru samþykktar.

2.Breiðamörk 17 - Umfangsflokkur 1

2503171

Þann 27.11.2025 bárust breyttir aðaluppdrættir frá áður samþykktum byggingaráformum um Breiðumörk 17 með eftirfarandi breytingartexta: Lektum og þakkrossvið bætt við þakuppbyggingu.
Ofangreindar breytingar eru samþykktar. Breyting á gögnum þeim sem kynnt voru grenndarkynningu er talin óveruleg og breytingin því ekki talin hafa áhrif á hagsmunaaðila.

3.Hólmabrún 8 - Umfangsflokkur 2

2510109

Þann 23.10.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Hólmabrún 8. Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu einbýlishúsi á tveimur hæðum.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

4.Sunnumörk 5 - Umfangsflokkur 2

2511165

Þann 28.11.2028 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Sunnumörk 5. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með 9 íbúðum, mhl. 06 á lóðinni við Sunnumörk 3.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

5.Sunnumörk 7 - Umfangsflokkur 2

2511164

Þann 28.11.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Sunnumörk 7. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með 9 íbúðum á lóðinni við Sunnumörk 3.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

6.Vorsabær 11 - Umfangsflokkur 2

2505014

Þann 05.05.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Vorsabæ 11. Sótt er um leyfi fyrir iðnaðarhúsnæði úr límtré með 12 bilum.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

7.Þórsmörk 3 - Umfangsflokkur 2

2509175

Þann 25.09.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Þórsmörk 3. Sótt er um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum byggingaráformum um byggingu einlyftu, þriggja íbúða raðhúsi. Grunnflötur hússins stækkar og staðsetning hússins breytist/hliðrast innan lóðar.



Umsóknin hefur verið grenndarkynnt fyrir nágrenni og engar athugasemdir bárust. Samþykki allra eigenda liggur fyrir.
Athugasemdir sendar á hönnuð.

8.Öxnalækur - Umfangsflokkur 1

2507041

Þann 15.07.2025 barst umsókn fyrir byggingarheimild í umfangsflokki 1 fyrir Öxnalæk. Sótt er um leyfi fyrir 76,7 fm aðstöðuhúsi - klakhúsi við seiðaeldisstöðina á Öxnalæk.



Skipulags- og umhverfisnefnd tók umsóknina fyrir 2.12.2025 með eftirfarandi bókun: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar þar sem starfsemin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og grenndarkynningar í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarstjórn samþykkti þann 12.12.2025 tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að veita bygggingarleyfi án deiliskipulagsgerðar og grenndarkynningar með vísan til heimildar í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Athugasemdir sendar á hönnuð.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni síðunnar?