Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

11. fundur 07. nóvember 2025 kl. 09:45 - 10:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Drífa Þrastardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Þrastardóttir verkefnastjóri tæknideild
Dagskrá

1.Austurmörk 2 - Umfangsflokkur 2

2510108

Þann 22.10.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Austurmörk 2. Sótt er um leyfi til að breyta húsi í gistiþjónustu með 7 gistirýmum.



Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í breytingu á notkun beggja hæða í gistiþjónustu/hótelstarfsemi og bæjarstjórn vísaði málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

2.Breiðamörk 17 - Umfangsflokkur 1

2503171

Þann 31.03.2025 barst umsókn fyrir byggingarheimild í umfangsflokki 1 fyrir Breiðumörk 17. Sótt er um leyfi fyrir 89,6 fm steyptum bílskúr.



Grenndarkynning hefur farið fram þar sem engar athugasemdir bárust.
Byggingaráform eru samþykkt og eru í samræmi við gr. 1.3.7 í byggingarreglugerð.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.


Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. ? Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

3.Hólmabrún 8 - Umfangsflokkur 2

2510109

Þann 23.10.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Hólmabrún 8. Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu einbýlishúsi á tveimur hæðum.
Athugasemdir sendar á hönnuð.

4.Lindahraun 10 - Umfangsflokkur 2

2510099

Þann 20.10.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Lindahrauni 10. Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á eldri grunni. Húsið byggt úr timbri með einhalla þaki og innbyggðum bílskúr.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.

- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.

- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.


Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

5.Lyngheiði 26 - Umfangsflokkur 1

2509176

Þann 25.09.2025 bárust breyttir aðaluppdrættir frá áður samþykkum uppdráttum frá 1979 um Lyngheiði 26, með eftirfarandi breytingartexta: Breytt er skipan glugga og hurða, breytt staðsetning inntaka, auk annarra breytinga sem tilgreind eru í byggingarlýsingu.
Ofangreindar breytingar eru samþykktar.

6.Tröllahraun 34-40 - Umfangsflokkur 2

2508283

Þann 14.09.2025 bárust breyttir aðaluppdrættir frá áður samþykktum byggingaráformum um Tröllahraun 34-40 með eftirfarandi breytingartexta: Kótar uppfærðir.
Ofangreindar breytingar eru samþykktar.

7.Tröllahraun 42-48 - Umfangsflokkur 3

2510044

Þann 09.10.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Tröllahraun 42-48. Sótt er um leyfi fyrir fjögurra íbúða raðhúsi byggðu úr trimbri á steypta sökkla og botnplötu.
Athugasemd send á hönnuð.

8.Tröllahraun 49-51 - Umfangsflokkur 1

2508302

Þann 25.09.2025 bárust breyttir aðaluppdrættir frá áður samþykktum byggingaráformum um Tröllahraun 49-51. Breyttur aðalhönnuður skilar inn uppdráttunum.
Ofangreindar teikningar eru samþykktar.

9.Tröllahraun 53-55 - Umfangsflokkur 3

2510043

Þann 14.10.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Tröllahraun 53-55. Sótt er um leyfi fyrir parhúsi byggðu úr timbri á steyptum sökklum og plötu.
Athugasemd send á hönnuð.

10.Vesturmörk 1 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2510081

Þann 14.10.2025 barst tilkynning um mannvirkjagerð sem er undanþegin byggingarheimildar eða leyfi fyrir Vesturmörk 1A. Sótt er um leyfi fyrir 4,4 fm dælustöð.
Byggingarfulltrúi staðfestir að mannvirki fellur undir 1. mgr. 2.3.6 gr. Byggingarreglugerðar 112/2012 og að hún sé í samræmi við skipulag. Aðaluppdráttur staðfestur.

11.Þórsmörk 3 - Umfangsflokkur 2

2403752

Þann 08.05.2025 bárust breyttir aðaluppdrættir frá áður samþykktum byggingaráformum um Þórsmörk 3 með eftirfarandi breytingartexta: Grunnmynd jarðhæðar mhl.1, breytt með þeim hætti að herbergi er komið fyrir og alrými minnkað.
Ofangreindar breytingar eru samþykktar á grundvelli rökstuðnings frá hönnuði.

Breyting á gögnum þeim sem kynnt voru grenndarkynningu er talin óveruleg og breytingin því ekki talin hafa áhrif á hagsmunaaðila.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni síðunnar?