Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

10. fundur 22. september 2025 kl. 15:30 í fundarsal Breiðumörk 20
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Drífa Þrastardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Mánamörk 3 - 5 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

2409018

Þann 3. september 2024 barst byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar umsókn um tilkynningaskylda mannvirkjagerð sem undanþegin er byggingarheimild eða leyfi sbr. ákvæði 2.3.6 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Kallað var eftir samþykki allra meðeiganda hússins í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga sem hefur borist Hveragerðisbæ.



Við afgreiðslu málsins á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 12. júní 2025 kom í ljós við nánari skoðun að umrædd framkvæmd er byggingarleyfisskyld framkvæmd sbr. ákvæði 2.5. gr. byggingarreglugerðar um skilti.



Í 2. mgr. 2.5.1. gr. kemur fram að sækja skuli um byggingarleyfi fyrir öllum frístandandi skiltum og skiltum á byggingum sem eru yfir 1,5 m² að flatamáli. Einnig segir að stærð og staðsetning skilta skuli vera í samræmi við ákvæði gildandi skipulags.



Í ljósi þess óskaði byggingarfulltrúi eftir nýrri umsókn frá Sýnileika ehf. um byggingarleyfi fyrir umrætt skilti auk þess sem óskað var eftir umsögn skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar.



Þann 10 ágúst 2025 barst byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar umsókn frá Sýnileika ehf. um byggingarleyfi til að reisa og starfrækja LED-auglýsingaskjá. Í umsókninni kemur fram að stærð skiltisins sé 288 cm á hæð og 432 cm á breidd sem eru rúmir 12 m² að flatamáli.

Umsögn skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar, dags. 16. júní 2025, var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. september 2025 en í umsögninni kemur m.a. fram að umrætt skilti sé ekki í samræmi við skipulag svæðisins.



Um skilti gildir einnig lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi sem samþykkt var í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og birt í B-deild Stjórnartíðinda 13. nóvember 2017 til að öðlast gildi við birtingu.

Í 3. mgr. 10. gr. lögreglusamþykktar kemur fram að óheimilt sé að reisa auglýsingaskilti á almannafæri nema með leyfi sveitarstjórnar.

Í ljósi þess var á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 11. september 2025 tekin til afgreiðslu fyrrnefnd beiðni Sýnileika ehf. frá 10. ágúst sl. um að reisa og starfrækja LED-auglýsingaskjá.

Af því tilefni samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar synjar beiðni Sýnileika ehf. um leyfi til að setja upp LED auglýsingaskjá við Mánamörk 3-5 í Hveragerði með vísan til röksemda er fram koma í minnisblaði bæjarritara Hveragerðisbæjar. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að vinna drög að reglum um skilti í Hveragerðisbæ og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.“

Þar sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur hafnað beiðni Sýnileika ehf. um leyfi fyrir uppsetningu á LED auglýsingaskilti á vesturgafl hússins við Mánamörk 3-5, sbr. ákvæði 3. mgr. 10. gr. lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, auk þess sem skipulagsfulltrúi telur skiltið ekki vera í samræmi við skipulag er það niðurstaða byggingarfulltrúa að synja verði umsókn Sýnileika ehf. um byggingarleyfi fyrir framangreint skilti.
Á það er bent að samkvæmt 59. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 eru ákvörðun byggingafulltrúa um útgáfu byggingarleyfi kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011.

2.Tröllahraun 62-64 - Umfangsflokkur 2

2509060

Þann 10.09.2025 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Tröllahraun 62-64. Sótt er um leyfi fyrir timbur parhúsi með innangengum bílskúrum.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?