Fara í efni

Viðburðir 17. júní

17. júní | 10:00-18:00

16. júní 2022

Kl. 15 - 17 Hveragerðisbær býður börnum í aparóluna.
Umsjón: Iceland Activities

_______________________________________________________________

Kl. 10 - 18 Ratleikur fyrir fjölskylduna

Skemmtilegur ratleikur með nútímalegu sniði fyrir fjölskylduna. Mætið með símana. Lagt af stað frá skátaheimilinu Breiðumörk 22. Popp og candyfloss á pallinum frá 15–17.

Umsjón: Skátafélagið Strókur

Kl. 13:30 Skrúðganga um bæinn til hátíðarsvæðis á Fossflöt

Lagt af stað frá horninu á Heiðmörk og Laufskógum úr vesturbænum og frá horninu á Grænumörk og Heiðmörk úr austurbænum.
Umsjón: Skátafélagið Strókur

Kl. 14:00 Hátíðardagskrá í Lystigarðinum Fossflöt

  • Séra Ninna Sif Svavarsdóttir flytur hugvekju
  • Pétur Nói Stefánsson leikur á hljómborð
  • ávarp forseta bæjarstjórnar
  • Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar
  • Hátíðarræða útskriftarnema
  • Söngsveit Hveragerðis syngur ættjarðarlög
  • Fjallkonan les upp ljóð

Kl. 14:40 Félagar frá Ljúfi bjóða börnum á hestbak í Lystigarðinum
Umsjón: Hestamannafélagið Ljúfur

Kl. 15 - 18 Fjölskyldu- og skemmtidagskrá í Lystigarðinum:

  • Lalli töframaður skemmtir og töfrar allskonar
  • Félagar úr Leikfélagi Hveragerðis flytja syrpu úr barnaleikritum
  • Daníel Sirkus sýnir listir sínar
  • Íbúar frá Latabæ koma í heimsókn
  • Ræningjar úr Kardimommubænum syngja og skemmta
  • Jón Arnór og Baldur flytja tónlist og syngja nokkur lög
  • BMX brós sýna hjólalistir á brettasvæði skólans

Kl. 14 – 17 Gamli barnaskólinn - Opnar vinnustofur hjá Handverki og hugviti undir Hamri (neðri hæð). Handverksfólk að störfum.

Kl. 16 Tónleikar með Silkiköttunum í Listasafn Árnesinga
Hressandi tónleikar með Bergþóru Einarsdóttur rappara og Guðrúnu Huldu Pálsdóttur kontrabassaleikara.

Kl. 16 – 18 Opið hús hjá Leikfélagi Hveragerðis í Austurmörk í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Gömul myndaalbum verða til sýnis og bjóða leikfélagar uppá spjall, kaffi og kleinur.

Kl. 12 – 17 Velkomin í Listasafn Árnesinga. Ókeypis aðgangur.

17. júní dagskrá í heild sinni 

Getum við bætt efni síðunnar?