Fara í efni

Viðburðir 17. júní

17. júní | 10:00-23:00

Hátíðarhöldin í ár á 17. júní eru með breyttu sniði vegna Covid-19.

Við skiptum dagskránni til að takmarka mannfjölda en með því móti geta allir notið dagsins og haldið daginn hátíðlegan.

16. júní
Kl. 17:00-18:30
Sundlaugapartý fyrir alla fjölskylduna með Atla Kanil í Laugaskarði
Skemmtileg tónlist og fjör, tilvalið að fara saman í sund.

17. júní 

Bæjarbúar draga fána að húni

Kl. 10:00
Lúðrasveit Þorlákshafnar marserar og leikur létt og skemmtileg lög frá Smágörðunum, upp aðalgötu bæjarins í Lystigarðinn. Fánaberar frá Skátafélaginu Stróki. Mætum, tökum þátt og njótum fallegra hátíðartóna lúðrasveitarinnar.


Kl. 10:30
Hátíðardagskrá í Lystigarðinum Fossflöt

 • Séra Ninna Sif Svavarsdóttir flytur hugvekju
 • Ávarp forseta bæjarstjórnar
 • Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar
 • Hátíðarræða útskriftarnema
 • Söngsveit Hveragerðis syngur ættjarðarlög
 • Fjallkonan les upp ljóð

Kl. 13:00
Ratleikur fyrir fjölskylduna
Skemmtilegur ratleikur með nútímalegu sniði fyrir fjölskylduna. Mætið með símana. Lagt af stað frá skátaheimilinu Breiðumörk 22.
Umsjón: Skátafélagið Strókur


Kl. 14:00
Fjölskyldu- og skemmtidagskrá í Lystigarðinum:

 • Björgvin Franz kynnir og skemmtir með söng, töfrum og gleði.
 • Kl. 14:00 Lalli töframaður.
 • Kl. 14:30 Sýningin Glappakast – Sirkusananas.
 • Kl. 15:00 Leikfélag Hveragerðis flytur lög úr verkinu Þjóðsaga til næsta bæjar.
 • Kl. 15:30 Disney söngleikur með sönghópnum Tónafljóð.
 • Í garðinum verða hoppukastalar frá Sprell og félagar frá Ljúfi bjóða börnum á hestbak.

Kl. 15:00-17:00
Gamli barnaskólinn - Opnar vinnustofur hjá Handverki og hugviti undir Hamri (neðri hæð).
Handverksfólk að störfum.

Gleðilegan þjóðhátíðardag

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?