Fara í efni

Sumardagurinn fyrsti í Hveragerði 2023

20. apríl

Hátíðarhöld verða með hefðbundnu sniði á Sumardaginn fyrsta í ár en þó verður meiri áhersla lögð á afþreyingu fyrir yngstu kynslóðina í ár. Fyrsta má nefna Skátamessuna í Hveragerðiskirkju en hún hefst klukkan 11:00 og að henni lokinni verða Skátarnir með Sumarskemmtun barnanna á planinu fyrir framan kirkjuna til klukkan 13:00. Þar verður boðið upp á hoppukastala fyrir krakka á öllum aldri, tónlist, candy-floss og fleira.

Klukkan 14:00 hefjast þrautir og skemmtun fyrir krakka í sundlauginni sem Rakel Magnúsdóttir og Gunnar Ásgeir Halldórsson íþróttakennarar skipuleggja. Fyrr um daginn eða um klukkan 11 verður Karlakórs-söngur í lauginni fyrir eldri gestina. Þar verður einnig boðið upp á morgunhressingu fyrir morgunhresst sundfólk og Kjörís býður krökkunum upp á sumarhressingu.

Það verður opið hús í Garðyrkjuskólanum frá klukkan 10:00 um morguninn til kl. 17:00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem skipulögð er af nemendum, auk kaffisölu og markaðstorgs með grænmeti. Þá verður hátíðardagskrá kl. 13:30 þar sem garðyrkjuverðlaun og umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar verða afhent.

Listasafnið verður með hefðbundna opnun frá klukkan 12 -17 og Tomy, starfsnemi safnsins, verður með teiknikennslu í fræðsluhorninu.

Sundlaugin Laugaskarði opin frá kl 10:00 - 17:30 Fögnum hækkandi sól saman í sundi
10:00 - 12:00: Komið, syndið 200m og njótið.
Morgunverður í boði fyrir sundgarpa.
Sumarhressing frá Kjörís fyrir sundkrakka.
11:00 Karlakór Hveragerðis syngur fyrir gesti laugarinnar.
13:00 Söguganga frá sundlauginni um bæinn með Nirði Sigurðssyni
14:00 - 16:00 Krakkadagskrá með Rakel og Gunnari. Sumarhressing frá Kjörís fyrir sundglaða krakka.
Ljóð í laug - Ljóð til lestrar og yndisauka fyrir laugargesti.

Hveragerðiskirkja 11:00 til 13:00
11:00 Skátaguðsþjónusta. Sumarskemmtun Skátanna við kirkjuna til kl. 13:00. Grillaðar pylsur, candy-floss og hoppukastalar í boði Skátanna og Hveragerðiskirkju.

Listasafn Árnesinga opið milli 12:00 og 17:00 Öll velkomin og ókeypis aðgangur. Teiknikennsla í fræðsluhorninu.

Garðyrkjuskólinn opinn milli 10:00 og 17:00
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og kaffisala skipulögð af nemendum.
13:30 - 14:30 Hátíðardagskrá. Afhending garðyrkjuverðlauna og umhverfisverðlauna Hveragerðisbæjar.
Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði

Kaffihlaðborð Rósakaffis -Sumardaginn fyrsta
Brauðtertur, marengsbombur og alls konar heimabakaðar hnallþórur.
Verð - 2.950.-
5-12 ára - 1.500.-
frítt fyrir yngri en 5 ára
Facebook - Kaffihlaborð Rósakaffis

Meðfylgjandi er mynd af málverkinu Sumargleði eftir Ísleif Konráðsson. Verkið er í eigu Listasafns Árnesinga og er eitt verkanna á sýningunni Hornsteinn sem nú stendur yfir í safninu.

Getum við bætt efni síðunnar?