Fara í efni

Örnámskeið í handstöðu og liðleikaþjálfun að hætti Primal Iceland - Hveragerði og nærsveitir

Fitness bilið, Austurmörk 18 15. júní
Fimmtudaginn 15. júní verður örnámskeið í Handstöðum og liðleikaþjálfun að hætti Primal iceland í Fitnessbilinu í Hveragerði.
Primal Iceland er heildræn heilsurækt staðsett í Faxafeni 12 Reykjavík. Einkunnarorð Primal eru "Frelsi í eigin líkama"
 
Hér má kynna sér starfsemi Primal betur
https://www.primal.is/
 
Handstöður og liðleikaþjálfun;
Það er einstaklingsbundið í hverju hver og einn þarf að vinna til að bæta handstöðuna sína en oftast er það blanda af styrk og liðleika sem og staðfestu í æfingum, einbeitingu og jafnvægi.
 
Handstöður eru skemmtileg leið til að auka fjölbreytileika á æfingum. Þær bæta styrk í efri hluta líkamans, kviðstyrk sem og jafnvægi og svo er það líka bara töff 😉
 
Meðal þess sem farið er yfir;
Hvernig vinn ég með jafnvægi á hvolfi?
Ég er hrædd/ur við að fara á hvolf get ég þá staðið á höndum?
Af hverju þarf ég að vinna með liðleika í handstöðum?
Ég fæ illt í úlnliðina eftir handstöðu vinnu, hvað er til ráða?
Ég fetti alltaf bakið í handstöðu, hvernig get ég lagað það?
Ég fæ miklar harðsperrur í háls og axlir eftir handstöðu vinnu, hvað er til ráða?
Hvernig byggi ég upp styrk og liðleika í öxlum?
Hvað þarf ég að æfa handstöður oft í viku til að sjá framfarir?
 
Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum.
 
Kennari; Aðalheiður Jensen
verð; 12000 kr
Aldur; 12-112 ára
Getum við bætt efni síðunnar?