Fara í efni

Leshringur

Bókasafnið í Hveragerði 29. september | 17:00-18:00

Fyrsti fundur leshrings bókasafnsins þennan veturinn verður fimmtudaginn 29. september kl. 17-18. Fjallað verður um bókina Leyfðu mér að segja þér sögu eftir argentíska metsöluhöfundinn Jorge Bucay. Það verður heitt á könnunni og öll velkomin. 

Um bókina:
Lítil bók með stór skilaboð. Damián er forvitinn en áhyggjufullur ungur maður sem langar að vita meira um sjálfan sig. Hann leitar ráða hjá Jorge – „þeim feita“ – harla óvenjulegum sálfræðingi sem hjálpar honum að takast á við lífið og finna svör við áleitnum spurningum. Til þess beitir sálfræðingurinn afar persónulegri aðferð. Á hverjum degi segir hann Damián sögu. Hann endursegir sígildar sögur úr nútíð eða fortíð til þess að hjálpa unga manninum að leysa vandamál sín. Sögur sem geta leitt okkur til betri skilnings á okkur sjálfum, sambandi okkar við annað fólk og óttanum innra með okkur.

Bókin hefur farið sigurför um heiminn. Þetta merka rit er fullt af hjartnæmum og eftirminnilegum sögum sem gera hið flókna einfalt og lífið skiljanlegra. Rammi sögunnar er saga Demián sem vegna hversdagslegra vandræða með vinina, ástina og lífið leitar til sálfræðings sem beitir óvenjulegum aðferðum: Hann segir unga manninum sögur sem gera hið flókna einfalt og lífið skiljanlegra. Rétt eins og Demián getur lesandinn tileinkað sér boðskapinn í sögunum til að bæta eigið líf og skilja sjálfan sig betur.

Getum við bætt efni síðunnar?