Fara í efni

Bóksafnið í Hveragerði - Blómstrandi dagar

Sunnumörk 2 11.-13. ágú

Fimmtudagur 11. ágúst
13-18:30 Bókamarkaður opnar.
Mikið af góðum bókum til sölu á frábæru verði. Alls konar fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, bækur á erlendum málum. Komið og gerið góð kaup

Föstudagur 12. ágúst
Kl. 13-18:30 Bókamarkaður
Kl. 13-18:30 Plöntuskiptimarkaður.

Allir velkomnir að skiptast á plöntum, afleggjurum, pottum o.þ.h. Reglan er planta á móti plöntu. Það ræðst af veðrinu hvort borðum verður stillt upp inni á bókasafninu eða fyrir utan.

Laugardagur 13. ágúst
Kl. 11-16 Bókamarkaður
12-14 Smábókasmiðja
Með smá lagni má á einfaldan hátt búa til bækur, t.d. fyrir úrklippur, hugleiðingar eða áhugamál. Í þessari smiðju ætlum við að búa til smábók, litla bók sem þátttakendur geta notað að vild. Allt efni á staðnum en takmarkað pláss svo skráning er nauðsynleg í netfang bokasafn@hveragerdi.is. Ath. 12 ára aldurstakmark.

Getum við bætt efni síðunnar?