Fara í efni

Blómstrandi dagar

11.-14. ágú

Ákveðið hefur verið að halda bæjarhátíðina, Blómstrandi daga, 11. - 14. ágúst nk. Undanfarin ár hafa einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir lagt sitt að mörkum til að gera hátíðina sem veglegasta. 

Blómstrandi daga bæklingur 2022

Fjölbreytt skemmtun verður fyrir alla fjölskylduna:

Fimmtudagsforleikur 11. ágúst

12:00 – 17:00 LISTASAFN ÁRNESINGA
Allir velkomnir – ókeypis aðgangur

12:30-13:00 Hádegistónleikar í Hveragerðiskirkju
Pétur Nói Stefánsson leikur létta klassík ýmist á orgelið eða flygilinn. Allir velkomnir.

13.00-18:30 Bókamarkaður opnar í Bókasafninu, Sunnumörk
Mikið af góðum bókum til sölu á frábæru verði. Alls konar fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, bækur á erlendum málum.

13:00 Knattspyrnuleikur á Grýluvelli
Hamar – Völsungur, 4. flokkur karla A-lið C.

21:00 LOKSINS eftirhermur með Sóla Hólm á Hótel Örk
Miðasala á tix.is

Föstudagsfjör 12. ágúst

12:00 – 17:00 LISTASAFN ÁRNESINGA
Allir velkomnir – ókeypis aðgangur

12:30-13:00 Hádegistónleikar í Hveragerðiskirkju
Pétur Nói Stefánsson leikur létta klassík ýmist á orgelið eða flygilinn. Allir velkomnir.

13:00-18:30 Bóka- og plöntuskiptamarkaður á Bókasafninu, Sunnumörk
Mikið úrval af góðum bókum og skipti á plöntum, afleggjurum, pottum o.þ.h. Reglan er planta á móti plöntu. Útimarkaður ef veður leyfir.

Ljósabolti í myrkri í íþróttahúsinu Skólamörk í umsjón þjálfara frá knattsp.d. Hamars
13:30-14:30 – fyrir krakka sem eru að fara í 3. og 4. bekk.
15:00-16:00 - fyrir krakka sem eru að fara í 1. og 2. bekk.
16:30-17:30 - fyrir leikskólabörn.
Í boði ÍSLANDPOLLAND.is

14:00-18:00 Teygjuhopp – Klessuboltar – Vatnaboltar í Lystigarðinum

16:00 Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar 2022 - afhending í Hveragarðinum
Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garða bæjarbúa. Allir velkomnir.

17:00 – 18:30 DJ í Sundi
Stuð og leikir fyrir alla fjölskylduna í Sundlauginni Laugaskarði

17:00 Eðal djass í Listasafninu, Austurmörk
Tónleikar með djasskvartett Ómars Einarssonar, gítarleikara ásamt Erik Qvick á trommur, Sigmar Þ. Matthíasson á bassa og Haukur Gröndal á saxafón. Suðræn stemming í bland við swing. Aðgangur ókeypis.

19:15 Knattspyrnuleikur á Grýluvelli
Hamar – Fram, 2. deild kvenna 

21:00 Uppistand í Rósakaffi
Grínistar kvöldsins eru Bimma, Friðrik Valur, Ársæll Rafn, Lolly Magg, Einar Örn, Lovísa Lára og Maggi Mix. Miðaverð kr. 1500.

21:00 Tónleikar með 90´s Nostalgíu á Hótel Örk
Heimir Eyvindar býður í 90´s veislu og rifjar upp vinsæl lög og sögu þeirra í flutningi tónlistarmanna úr heimabyggð. Góðir gestir koma í heimsókn.
Miðaverð kr. 4000. Forsala á bæjarskrifstofunni.

Laugardags-gleði 13. ágúst

Kl. 11:00 Jóga í Lystigarðinum með Rakel
Njótið og upplifið í fallegu umhverfi.

11:00–16.00 Bókamarkaður og smábókasmiðja á Bókasafninu, Sunnumörk
Mikið úrval af góðum bókum og í smiðjunni búum við til litla bók. Allt efni á staðnum. Takmarkað pláss, skráning á netfangið bokasafn@hveragerdi.is. 12 ára aldurstakmark.

12:00 –18:00 Sýningar, markaðir og gallerí um allan bæ, sjá nánar á kortinu

13:00–17:00 Aparóla yfir Reykjafoss
Í umsjón Iceland Activities. Verð kr. 1.500.

Söguferðir um Hveragerði
Njörður Sigurðsson sagnfræðingur rifjar upp sögu Hveragerðis. Lagt af stað frá íþróttahúsinu Skólamörk.
13:00 Söguganga. Gengið stuttan hring um bæinn.
15:00 Sagan sögð og farið á rafmagnshlaupahjólum frá Hopp. Ennig er tilvalið að koma með sitt eigið. Munið að taka með hjálma.

13:00–17:00 Opið hús í Listhúsinu Varmahlíð
Listakonan María Kristín Antonsdóttir dvelur nú í Varmahlíð og býður gestum í heimsókn. Hún mun m.a. kynna ljósmyndaaðferðina „Anthotype“.

13:00–16:00 Veltibíllinn á Mjólkurbúsplani
Sýnir fram á mikilvægi öryggisbelta.

13:00–17:00 Fornbílar á íþróttahúsplaninu við Skólamörk
Félagar úr Fornbílaklúbbnum sýna glæsilega fornbíla.

14:00-16:00 Þrautabraut Hjalta Úrsus í Smágörðunum í boði Kjörís
Nú er tilvalið að allir krakkar spreyti sig í þrautabrautinni og skemmti sér vel.

14:00 – 17:00 Fjölskylduskemmtun í Lystigarðinum Fossflöt

 • 13-15 Sápukúlufjör fyrir alla sem elska að leika sér
 • 14:00 Jón Arnór og Baldur syngja og skemmta
 • 14:30 Hljómsveitin Piparkorn flytur léttan jass/blús
 • 15:00 Hljómlistarfélag Hveragerðis og góðir gestir skemmta fjölskyldunni
 • 15:30 Barnaball með Diskótekinu Dísu
 • 16:00 Friðrik Dór flytur þekkta slagara eins og honum einum er lagið
 • 16:30 Lína langsokkur vappar um og stígur á svið

15:00-17:00 Gay for a day – GLEÐItónleikar í Matkránni, Breiðumörk
Útitónleikar með gleðilátum og miklu stuði. Allir velkomnir.

15:00-17:00 Harmonikku-festival í Blómaborg, Breiðumörk
í umsjón Björns Þórarinssonar (Bassa). Nokkrar vel valdar harmonikkur til sýnis og valinkunnir hljóðfæraleikarar töfra fram tónlist á hljóðfærin.”. Allir velkomnir!

17:00-19:00 Unnur Birna með ljúfa tóna í Gróðurhúsinu (hótel), Breiðumörk

21:00 Kvöldvaka í Lystigarðinum

 • Dagný Halla
 • Hljómsveitin Værð
 • Sycamore Tree
 • Jónas Sig og Ómar Guðjóns
 • Brekkusöngur
 • Flugeldasýning HSSH í Varmárgili

23:00 Blómaball á Hótel Örk í umsjón Knattsp.deildar Hamars
Gunni Óla og fleiri glæsilegir tónlistarmenn með rífandi stemningu fram á nótt.
Aðgangseyrir í forsölu 4000 og við innganginn 4500. 

Sunnudags-sveifla 14. ágúst

11:00 – Messa í lystigarðinum, séra Ninna Sif Svavarsdóttir.

12:00 –18:00 Sýningar og gallerí um allan bæ, sjá nánar á kortinu.

13:00 Söguganga um Hveragerði
Njörður Sigurðsson sagnfræðingur rifjar upp sögu Hveragerðis. Lagt af stað frá íþróttahúsinu Skólamörk.

13:00–17:00 Aparóla yfir Reykjafoss
Í umsjón Iceland Activities. Verð kr. 1.500.

13:00–14:30 Froðubolti og fjör á gervigrasinu við skólann fyrir alla hressa krakka

13:00–14:30 Þrautabraut og fjör í íþróttahúsinu Skólamörk fyrir þau yngstu

13:00–16:00 Opið hús hjá Hjálparsveit skáta, Austurmörk 9.
Hjálparsveit Skáta Hveragerði sýnir húsnæðið, björgunarbúnað, tæki, bíla o.fl. Gestir og gangandi fá fræðslu um starfsemina.

15:00 BMX BRÓS með hjólanámskeið á brettasvæðinu við Fljótsmörk
BMX BRÓS bjóða uppá námskeið. Mætið með ykkar hjól og fáið leiðsögn frá þeim snillingum um réttu tæknina. Skemmtilegar tímatökur, þrautir o.fl. Í lokin verður orkumikil sýning BMX BRÓS.

15.00 Suðurlandsjazz í Reykjadalsskála
Sígaunatónlist hjá Django tríó. Aðgangur ókeypis.

15:00 – 17:00 Fallegir garðar til sýnis
Verðlaunagarðar Hveragerðisbæjar 2022 eru opnir gestum og gangandi og verður heitt könnunni. Við hvetjum sem flesta til að kíkja við og skoða þessa glæsilegu garða. Sjá nánar á korti undir opnar sýningar og vinnustofur.

16.00 Leikhópurinn Lotta í Lystigarði/Fossflöt
Pínulitla Mjallhvít í boði Hveragerðisbæjar.

20:00 Hljómsveitin Værð með tónleika í Reykjadalsskála
Hugljúfir tónleikar sem snerta strengi og veita gleði. Þemað er íslensk tónlist.
Miðaverð kr. 3000 og selt við innganginn. 

Markaðstorg / bílskúrssölur

 • Markaður - Hverablóm, borðapantanir hjá hverablom@gmail.com
 • Markaður - Sunnumörk, borðapantanir hjá andrihamar@gmail.com
 • Markaður - Hótel Greenhouse, borðapantanir hjá marketing@thegreenhouse.is
 •  Breiðumörk 21 - Útimarkaður hjá islandpolland.is
  Opin laugardag kl. 11-14. Gestum boðið uppá grillaðar pylsur og ís frá Kjörís kl.12 á meðan birgðir endast.
 • Hjallabrún 10 – Bílskúrssala
  Allskonar dót, kerti, ljós o.fl. laugardag frá kl. 13–18.
 • Heiðarbrún 56 – POP-UP verslun
  Fatnaður, handgert skart, íslensk hönnun, gjafavara, bolaprentun og fleira.
  Opið föstudag kl. 18-20, laugardag og sunnudag kl. 12-17.
 • Hjallabrún 21 – Bílskúrssala
  Ýmislegt til sölu, kynning o.fl. Opið laugardag kl. 13-17.

Opnar sýningar og vinnustofur á Blómstrandi dögum:

12:00 – 18:00 LISTASAFN ÁRNESINGA
Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
Samvinna íslenskra og ungverskra listamanna sem í samstarfi blésu lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar. Salir 1-2-3.
Sýningarstjóri: Zsóka Leposa. Allir velkomnir – ókeypis aðgangur

Bókasafn Hveragerðis: Bókamarkaður opinn fim.d., fö.d. og laugard. Plöntuskiptamarkaður föstud. kl. 13-18:30. Smábókasmiðja laugard. kl. 11-16.

Sunnumörk, Skjálftinn 2008
Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjálftans í maí 2008 í Hveragerði.

Hveragarðurinn, HVERAGERÐI OG ÖLFUS, ljósmyndahópurinn HVER sýnir þema ljósmyndir sem sýna speglun, fossa, vorgleði, andstæður o.fl. Opið 11.-14. ág. frá kl. 10-17.

Hveragarðurinn, BRENNSLUGJÖRNINGUR, Brennuvargar bjóða gestum að fylgjast með Rakubrennslu í gasofni og þegar leirverk eru tekið upp úr tunnubrennslu. Afraksturinn úr brennslunum verður til sölu á staðnum. Opið laugard. 13.ág. kl. 13-17

Leirportið, Breiðumörk 21
Sýning á heimildarmynd, félagasamtaka leirlistarmanna, Brennuvarga, “Frá mótun til muna”. Kynning á vinnu og verkum sem eru brennd með aldagömlum og spennandi aðferðum.

Gamli barnaskólinn, Egilsstaðir, Skólamörk - Opnar vinnustofur hjá Handverki og hugviti (neðri hæð) og Myndlistarfélagi Árnessýslu (efri hæð). Kynning og sala á einstöku listhandverki. Opið laugardag kl. 13-17.

Kambahraun 33 - Gallerí í garðinum hjá hjónunum Helgu Sigurðardóttur og Viðari Aðalsteinssyni. Þau opna garðinn og vinnustofu sína og bjóða gesti velkomna. Saman eru þau með listakonseptið Yantra Paintings, eða Yöntrumálverk, nærandi list. Öll verkin eru til sölu. Opið verður laugardag 13. ágúst kl. 14-17.

Lyngheiði 1, Ljósmyndasýningin „Lífið í garðinum“ og glæsilegur verðlaunagarður til sýnis. Hjónin Pétur og Áslaug bjóða gestum í heimsókn laugardag kl. 14-17.

Bjarkarheiði 12, Jóhann leikur á lírukassann á pallinum laugardag kl. 15-17.

Hofland Eatery Sunnumörk 2, Sérútbúni torfærubíllinn, Jibbíí, verður til sýnis á útisvæðinu alla helgina og síðan spila Siggarnir af og til fyrir gesti á laugardag frá kl. 14.

Garðyrkjustöðin Ficus, Bröttuhlíð – ræktun og myndlist
Ræktunarhúsið til sýnis. Nokkrir listamenn sýna myndlist. Allir velkomnir.
Opið hús laugard. Kl. 13-17.

Garðyrkjustöðin Flóra: Myndlistar- og sölusýning Áslaugar Saju. Opið alla helgina.

Verðlaunagarðar Hveragerðisbæjar 2022 til sýnis sunnudag kl. 15-17.
Fagrihvammur, Kambahraun 11 og Dalsbrún 7.

Litaskreytt hverfi bæjarins

Bæjarbúar leggja hátíðinni lið með því að skreyta sitt hverfi og sinn garð að eigin vali. Margir hafa opnað heimili sín og boðið gesti velkomna til að skoða fallega garða, myndlist, hönnun o.fl. Verðlaun verða veitt fyrir skreytingar og einnig fyrir fallegustu götuna.

Verðlaun verða veitt fyrir mestu, bestu og frumlegustu skreytingarnar.

Veitinga- og þjónustuaðilar í Hveragerði bjóða gesti velkomna.
Blómstrandi stemming, markaðir, tilboð og fjör um allan bæ.

Getum við bætt efni síðunnar?