Fara í efni

Ævintýranámskeið 1: 7. - 18. júní

Bungubrekka 4.-18. jún

Ævintýranámskeið 1: 7. - 18. júní (9 dagar) 17. júní er frídagur

Námskeiðshaldari: Hveragerðisbær
Verkefnastjóri: Ingimar Guðmundsson

Aldur: Börn fædd 2010 - 2015

  • Hópur 1 = Börn fædd 2014 og 2015
  • Hópur 2 = Börn fædd 2012 og 2013
  • Hópur 3 = Börn fædd 2010 og 2011

Búið er að loka fyrir skráningu á námskeið 1

Upplýsingar um skráningar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 483-4000 eða með tölvupósti á mottaka@hveragerdi.is.

Áherslur á námskeiðum:

Öll námskeið munu einkennast af útiveru, hreyfingu, lýðheilsu, vináttuþjálfun og sjálfstyrkingu. Hver hópur verður með sér áherslur sem samræmast aldri og þroska þátttakenda og hverjar hindranir barnanna gætu orðið á næsta skólaári.

  •  Hópur 1 = Stóra skrefið: Undirbúningur fyrir veturinn.
    Áhersla á skipulag, vináttu, leik og jákvæð samskipti. Þessir hópar verða mikið saman næsta skólaár og því er lögð áhersla á góðan félagslegan grunn og undirbúning fyrir “stóra skrefið” sem þau taka á næsta skólaári.
  • Hópur 2 = Tómstundamenntun og hópefli:
    Áhersla á tengingu við náttúruna, hreyfingu og ferðalög innan Hveragerðis og fjölbreytta hópleiki. Áhersla á að styrkja hópinn fyrir veturinn og kynna fyrir þeim mikilvægi frítímans og hvað stendur þeim til boða.
  • Hópur 3 = Útinám, náttúra og sjálfstyrking:
    Áhersla á tengingu við náttúruna, ígrundun og sjálfstyrkingu. Á námskeiðinu verður einnig kynning á starfsemi Skjáltaskjóls sem er félagsmiðstöð unglinga í Hveragerði og er vetrarstarfið mótað eftir þeirra óskum og þörfum.

Við bjóðum uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá:
Listgreinar, íþróttaleiki, ratleiki, útieldun, lautaferðir, leiklistaræfingar, gönguferðir, vettvangsferðir, leiki, útinám, ígrundun og fjölbreytt einstaklings- og hópverkefni.

Allir hópar munu á einhverjum tímapunkti eiga samleið og læra samvinnu.

Námskeiðin munu hafa aðsetur í Bungubrekku.

Verðskrá:

Boðið uppá heilt eða hálfs námskeið, annaðhvort fyrir hádegi eða eftir hádegi.

  • 15.000 kr. frá kl. 8:00–17:00, með hádegismat.
  • 7500 kr. ½ daginn (frá kl. 9:00–12:00, með morgunmat eða 13:00–16:00, með síðdegishressingu).

Fullt fæði er innifalið í námskeiðsgjaldinu þar sem áhersla er lögð á hollt, næringarríkt og fjölbreytt fæði. Hafragrautur í morgunmat, heitur matur í hádegi og síðdegishressing (hrökkbrauð, álegg, grænmeti og ávextir).

Systkinaafsláttur: 2. barn 50%, 3. barn 75%.

Athugið að yngstu börnin (fædd 2015) greiða ekki þátttökugjald á ævintýranámskeiðinu.

Almenn dagskrá:
  • 08:00 – 09:00 Bungubrekka - mætum og farið yfir dagskrá dagsins, morgunmatur.
  • 09:00 – 12:00 Flakk - hópar leggja af stað í sín verkefni.
  • 12:00 – 13:00 Bungubrekka – Hádegismatur.
  • 13:00 – 15:30 Flakk – hópar leggja af stað í sín verkefni.
  • 15:30 – 17:00 Bungubrekka – lok dags. Ígrundun eftir daginn og frjáls tími.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast hjá ingimar@hveragerdi.is.

Getum við bætt efni síðunnar?