Fara í efni

LARP - Námskeið

Íþróttahúsið Hveragerði 25.-27. jún

Tveggja daga námskeið þar sem þátttakendur taka með sér búnað að heiman. Gert er ráð fyrir tíma í sköpun og spilun

LARP eða Live Action Role Playing er hlutverkaleikur þar sem fólk klæðist oftast í einhvers konar búninga, og leikur bardaga úti í náttúrunni í karakter sem þau hafa fundið upp.

Á þessu námskeiði munum við nota ímyndunaraflið og tálgunarhnífa til þess að búa til sverð og annars konar vopn úr náttúrunni, búa til karaktera, lærum að leika þá og fáum svo að lokum að LARPA með vopnunum sem við búum til.

Fleiri upplýsingar um leikinn sjálfann er hægt að finna hér https://www.andracor.com/en/productinfo/what-is-larp

Þetta er tveggja daga námskeið og er dagana 25. & 27. júní frá kl 13:00 - 16:00.

Það er mjög mikilvægt að mæta í íþróttahúsið með vatnsflösku og útiföt auk þess að mæta tímanlega þar sem dagskrá byrjar strax klukkan 13:00.

Hægt er að taka nesti með sér.

Allar skráningar fara fram á Sportabler hérna.

Getum við bætt efni síðunnar?