Fara í efni

Smávinir fagrir, foldar skart

Bókasafnið í Hveragerði 4. júl - 8. ágú

Andrína Guðrún Jónsdóttir er fædd árið 1953. Hún útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980 og tók aukaár í textíldeild sama skóla 1980 – 1981. Hún útskrifaðist í Uppeldisfræði Rudolfs Steiner frá Emerson College árið 1993– uppeldisfræði þar sem listnám er sterkur þáttur í menntastefnunni og margskonar heildrænar aðferðir til að nálgast manneskjuna og efla til þroska á margvíslegum sviðum. Hún lauk mastersnámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2011.

Andrína hefur unnið við hönnun, kennslu og listir í gegnum árin. Sem kennari fléttaði hún listnám inn í annað nám – þar sem hún telur það hafa margþætt mikilvægi fyrir þroska barna sem fullorðinna og stuðla að almennri vellíðan.

Í verkum hennar endurspeglast ást hennar á náttúrunni. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar

Árið 2014 fékk hún ásamt öðrum aðstöðu í Gamla Barnaskólanum í Hveragerði þar sem hún tálgaði og málaði fugla - þar til húsið var rifið til að rýma fyrir nýbyggingu við skólann. Nú er hún með vinnustofu að Mánamörk 4, þar sem hún hefur líka aðstöðu til að mála.

Á sýningunni á Bókasafninu í Hveragerði verða bæði olíuverk og tálgaðir fuglar.

Yfirheiti sýningarinnar er SMÁVINIR FAGRIR OG FOLDARSKART – Þar sem lotningin yfir styrk þess smá í óblíðri náttúru ríkir. Þar sem náttúran skreytir umhverfið með smáblómum er vitneskjan um gildi og mikilvægi fegurðar alls staðar staðfest.

Getum við bætt efni síðunnar?