Fara í efni

námskeið fyrir unglinga

Listasafn Árnesinga 7.-11. júl
Myndlistarnámskeið fyrir unglinga á Listasafni Árnesinga
7.–11. júlí 2025 / Kl. 13-15
Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára (2012, 2011, 2010, 2009)
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Verð: 20.000 kr.
Taktu þátt í skapandi og fjölbreyttu 5 daga myndlistarnámskeiði þar sem þú færð tækifæri til að vinna með ólíka miðla og aðferðir undir handleiðslu faglærðra listamanna. Námskeiðið sameinar skemmtilega tilraunavinnu, skapandi hugsun og tæknilega færni. Meðal aðferða sem verða kynntar eru m.a. ljósmynda gel-þrykk, þurrnál á tetrapak (prenttækni), marbling (fljótandi litir á vatni), ýmsar æfingar í teikningu, blandaðir miðlar & textíltækni.
Markmiðið er að styðja við ungt listafólk í að þróa sinn eigin stíl, fá innblástur og auka sjálfstraust í listsköpun. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem hafa reynslu. Leiðbeinendur eru Martyna Hopsa, textíllistakona frá Póllandi og starfsmaður safnsins og Alda Rose Cartwright, myndlistarmaður og verkefnastjóri fræðslu safnsins.
Allur efniviður innifalinn – takmarkað pláss!
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Getum við bætt efni síðunnar?