Fara í efni

Listsýning " NÆRANDI LIST "

Mánamörk 1 15.-17. ágú
NÆRANDI LIST
Pop Up listasýning hjónanna Helgu og Viðars á Blómstrandi dögum. Þar verður til sölu og sýnis “Nærandi List” úr smiðju Listar Sálarinnar og YANTRA PAINTINGS.
Málverkin á sýningunni eru hugleiðslu- og innsæismyndir til styrkingar og gleði. Þau geta speglað vakandi nærveru og bent á þá blessun sem felst í innri kyrrð, jafnvægi og sátt.
Helga kallar myndverk sín List Sálarinnar, innsæislist, sem er tilraun og viðleitni til að túlka andlega og mystíska upplifun og hugmyndir. Hún hefur farið ótroðnar slóðir í málaralist sinni og verið brautryðjandi og öðrum innblástur í hartnær 40 ár og haldið á fjórða tug einkasýninga frá árinu 1989.
Viðar hefur tengst og unnið með fólki að mannrækt og innri vinnu í um fimm áratugi. Viðar og Helga hafa skapað saman Yöntrulistaverkin, sem búa yfir þeim eiginleikum að vera afar gefandi og heilandi fyrir áhorfandann og það rými sem verkin eru staðsett. Þau sameina fallega og ríkjandi liti með hinu forna og heillavænlega Sri Yantra tákni, sem stendur fyrir fullkominn samhljóm þess helga karl- og kvenlæga.
Þau hjónin hafa sýnt Yöntrulistaverkin frá árinu 2012.
Þau búa og eru með vinnustofu í Hveragerði.
Staðsetning: Mánamörk 1, Hveragerði, í sal sjálfstæðismanna.
Opnun sýningar föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 17-19
Sýningin er opin
laugardag 16. ágúst kl 11-19
sunnudaginn 17. ágúst kl 11-19
♡ VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN ♡
Getum við bætt efni síðunnar?