Fjallgöngunámskeið
Íþróttahúsið Hveragerði
15. ágúst | 13:00-16:00
Ævintýralegt námskeið þar sem við kynnumst Reykjafjalli sem aldrei fyrr! Markmið námskeiðsins er að læra nýjar gönguleiðir á fjallinu og enda í ævintýrum á leiðinni.
Þátttakendur þurfa að mæta í viðeigandi göngubúnað og tilbúnir í hvaða aðstæður sem er!
Mælt er með því að koma með gott nesti, vatnsflösku og sólarvörn.
Mæting í íþróttahúsið kl 13:00. Námskeiðinu lýkur kl 16:00
Allar skráningar fara fram á Sportabler hérna.
Vinsamlegast athugið að ef lágmarksskráning hefur ekki náðst þegar skráning lokar verður námskeið fellt niður og endurgreitt.
Getum við bætt efni síðunnar?