Fara í efni

Blómstrandi dagar 2024

Hveragerði 15.-18. ágú

Við bjóðum gesti velkomna á Bæjarhátíðina, Blómstrandi daga, í Hveragerði dagana 15.-18. ágúst 2024.
Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi. Áhersla er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.

Blómstrandi dagar er fjölskyldu-, menningar- og heilsuhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga.

Bæjarbúar leggja hátíðinni lið með því að skreyta sitt hverfi og sinn garð. Mikil stemning hefur líka myndast í kringum bílskúrsmarkaði og gallerí út um allan bæ.

Verðlaun verða veitt fyrir fallegustu og frumlegustu garða- og húsaskreytingarnar, sem og fyrir fallegustu götuna.

Alla helgina verður líf og fjör í bænum fyrir alla fjölskylduna!

Fylgist með hátíðinni á Facebook síðu Blómstrandi daga.

Dagskrá Blómstrandi daga er hér fyrir neðan.

FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST

12:00-17:00 Listasafn Árnesinga – Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. 4 sýningar í gangi, alþjóðleg vídeó í vídeóhorni og ratleikur í boði fyrir yngstu gestina.

13:00-18:30 Hinn árlegi bókamarkaður opnar á Bókasafni Hveragerðis. Úrval af góðum bókum til sölu á frábæru verði. Ýmiskonar fræðibækur, ævisögur, skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, bækur á erlendum málum. Komið og gerið góð kaup.

13:00-18:30 Plöntuskiptimarkaður á Bókasafni Hveragerðis
Öllum er velkomið að skiptast á plöntum, afleggjurum, pottum o.þ.h. Reglan er planta á móti plöntu og það mun ráðast af veðrinu hvort borðum verður stillt upp inni á bókasafninu eða fyrir utan.

13:00-18:30 Origami fjölskylduföndur á Bókasafni Hveragerðis. Í barnahorninu geta foreldrar og börn komið sér fyrir og föndrað origami.

15:00-21.30 Wibit þrautabrautin opin í Sundlauginni Laugaskarði.

16:00-19:00 „Happy hour“ á Valborg fasteignasölu, Austurmörk 4. Léttar veitingar í boði.

16:00-20:00 Fatamarkaður í Fitness Bilinu Austurmörk 18

17:00-18:00 Tónleikar á Listasafni með Teiti Magnússyni

19:15 Hamar – KÁ mætast á Grýluvelli í 4. deild karla í knattspyrnu.

17:00-23:00 Taylors Tivoli á planinu við íþróttahúsið. 

19:15   Hamar - KÁ mætast á Grýluvelli í 4. deild karla í knattspyrnu. 

FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2024

6:45-21:30 Wibit þrautabrautin opin í Sundlauginni Laugaskarði

8:30-16:00 Upplýsingamiðstöðin býður frítt í jarðskjálftaherminn á opnunartíma.

12:00-17:00 Listasafn Árnesinga – Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. 4 sýningar í gangi, alþjóðleg vídeó í vídeóhorni og ratleikur í boði fyrir yngstu gestina.

13:00-18:30 Bókamarkaður, plöntuskiptimarkaður og origami fjölskylduföndur

16:00-20:00 Fatamarkaður í Fitness Bilinu Austurmörk 18

17:00-18:00 Opnun sýningarinnar „Herdeild feitu kvennanna“ í Blómaborg eftir leirlistakonuna Gyðu Jónsdóttur. Sýningin verður uppi alla helgina og mun allur ágóðinn renna til góðgerðarmála.

17:00-23:00 Taylors tívolí á malarplaninu við íþróttahúsið.

21:30 Pub Quiz í Gróðurhúsinu.
Mölvaður og Mökkaður Pub Quiz, Einar Ísberg - Viktor Már á Kokteilstofu Kormáks & Skjaldar.


LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2024

9:00-19:00 Wibit þrautabrautin opin í Sundlauginni Laugaskarði

10:00-18:00 Lagersala Gyðju í húnæði Hverablóms. Nánar á www.gydja.is.

11:00-14:00 Ísdagur Kjörís

Villi Naglbýtur kynnir
GDRN syngur
Slysh syngur
Hjalti Úrsus verður með þrautabraut fyrir alla á svæðinu
Teboðsstelpurnar verða á svæðinu að gefa Bestís og heilsa upp á fólk
Leikfélag Hveragerðis verður með atriði
Auk stórglæsilegrar dagskrár verður boðið upp á bragðgóðar og framandi bragðtegundir af Kjörís.

11:00-12:00 Krakka- og fjölskyldujóga í garðinum hjá Rósu, Borgarheiði 3v ef veður leyfir.

11:00-16:00 Bókamarkaður, plöntuskiptimarkaður og origami fjölskylduföndur.

11:00-17:00 Ölverk Pizza&Brugghús verður með sælkerahorn fyrir utan Ölverk Breiðumörk 2. Ljúffengar pizzusneiðar, sterkar sósur, ljúfengt límónaði og aðrir kaldir drykkir til sölu.

11:30-12:00 Tónlistarstund fyrir yngstu krílin (0-3 ára) í Bókasafni Hveragerðis, Sunnumörk. Anna Vala Ólafsdóttir frá Tónagulli býður upp á tónlistarstund fyrir yngstu krílin (0-3 ára) Eldri systkini eru velkomin með. Nánari upplýsingar má nálgast á tonagull.is

12:00-15:00 Vegan súpa og ástar á planinu hjá Livefood Austurmörk 18

12:00-18:00 Markaður í Sunnumörk. Kíkið við og gerið góð kaup.

12:00-23:00 Taylors tívolí á planinu við íþróttahúsið. 

13:00-17:00 Opið hús í Þorlákssetri, Breiðumörk 25 efri hæð. Kynning á starfi félags eldri borgara. Kaffi og konfekt í boði.

13:00-17:00 Kaffihlaðborð á Rósakaffi.

14:00-14:30 Ís kappát við Ísbúðina okkar Sunnumörk
Skráning á isbudinokkar@isbudinokkar.is. Vegleg verðlaun í boði.

14:00-16:00 Jóhann Gunnarsson leikur á lírukassana sína á pallinum við Bjarkarheiði 12 ef veður leyfir. Annars í bílskúrsdyrunum. Hugsanlega verður nýsmíðaður lírukassi vígður við þetta tækifæri. Boðið verður upp á kaffi, kleinur og gos í tilefni af því að þetta verður í síðasta skipti sem Jóhann spilar heima hjá sér á Blómstrandi dögum.

14:00-18:00 Flower Power. Ævintýragarðurinn að Laufskógum 23 í Hveragerði býður öllum að kíkja við sem heimsækja Hveragerði í tilefni BLÓMSTRANDI DAGA. Blóm og súpa, ilmur og litir, tónlist og tómatar, brauð og te, hænur og læður og tíkin Panda og nóg af stólum. Óvæntar uppákomur, sölutjald, léttar veitingar, heitar og kaldar. Allir hjartanlega velkomnir. Ást og friður.

14:30-17:00 Fjölskylduskemmtun í Lystigarði
Latibær
Lína langsokkur
Sylvia og Árni
Slysh
Væb

15:00-17:00 Streetballmót körfuknattleiksdeildar Hamars með Ragga Nat.

17:00-18:30 BMX BRÓS sýning á brettasvæðinu við Fljótsmörk. Endilega mætið með hjól og hjálma því eftir sýninguna verða þrautir, tímatökur og leiðsögn á vegum BMX BRÓS.

21:00-23:15 Kvölddagskrá í Lystigarði
KK
Sigga Beinteins
Herra Hnetusmjör
Gunni Óla með brekkusöng
Flugeldasýning HSSH í boði Hveragerðisbæjar

23:00-03:00 Blómaball Hamars í Íþróttahúsi Hveragerðis. Blaz Roca, Unnur Birna, Gunni Óla og Hreimur Heimis ásamt hljómsveit. Forsala miða á Shell í Hveragerði. 


SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2024

9:00-19:00 Wibit þrautabrautin opin í Sundlauginni Laugaskarði

10:00-18:00 Lagersala Gyðju í húnæði Hverablóms. Nánar á www.gydja.is.

11:00-12:00 Guðsþjónusta í Lystigarðinum. Sr. Sigríður Munda þjónar og Pétur Nói Stefánsson leikur á orgel.

12:00-18:00 Markaður í Sunnumörk. Kíkið við og gerið góð kaup.

12:00-18:00 Taylors tívolí á planinu við íþróttahús. 

13:00 Leiksýning í Leikhúsi Hveragerðis. Krakkar af leiklistarnámskeiði sumarsins sýna frumsamið verk sem er afrakstur námskeiðsins.

13:00-16:00 Opið hús hjá Hjálparsveitar skáta Hveragerði
Boðið verður upp á kaffi, kleinur og djús. Starfsemin kynnt, tæki og tól sýnd ásamt léttu spjalli við meðlimi sveitarinnar.

13:00-17:00 Kaffihlaðborð á Rósakaffi.

14:00-18:00 Pop up kaffihús opið hjá Ástu Ásgeirs. Bröttuhlíð 1b.

15:00-17:00 Verðlaunagarðar Hveragerðisbæjar til sýnis og heitt á könnunni:
Breiðamörk 38 í eigu Björns Brynjars Jóhannessonar og Elínar Einarsdóttur
Hraunbær 26 í eigu Gunnars Th. Gunnarssonar og Ólafar D. Úlfarsdóttur
Þelamörk 51D í eigu Björns Þórissonar og Sigrúnar Ingibjartsdóttur

16:00 Leikhópurinn Lotta sýnir Bangsímon í Lystigarðinum Fossflöt.

16:00 Tónleikar með hljómsveitinni Mandólín í Listasafni Árnesinga.

Getum við bætt efni síðunnar?