Fara í efni

Listamannaíbúðin Varmahlíð

Dvalarumsókn
Listgrein





Ósk um dvöl
Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Hveragerðisbær sem er ábyrgðaraðili vinnslunnar, safnar framangreindum persónuupplýsingum frá umsækjendum í þeim tilgangi að halda utan um og meta hverjir eigi rétt á dvöl í listamannaíbúð í Varmahlíð, sbr. reglur um úthlutun listamannaíbúðar „Varmahlíðarhúsið“ í Hveragerði. Heimild til vinnslu framangreindra persónuupplýsinga grundvallast á beitingu opinbers valds, sbr. 5. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Hveragerðisbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Af þeim sökum er Hveragerðisbæ óheimilt að farga nokkru nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem Hveragerðisbær safnar afhentar héraðsskjalasafni Árnesinga að þrjátíu árum liðnum.

Einstaklingar njóta ákveðins réttar samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, svo sem réttar til að vera upplýstir um vinnslu, réttar til aðgangs að gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar um þá, réttar til að andmæla vinnslu og réttar til flytja eigin gögn. Hafa skal í huga að réttindi einstaklinga eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.

Hafi einstaklingar frekari spurningar um hvernig Hveragerðisbær meðhöndlar upplýsingar eða um réttindi sín, geta þeir ávallt beint fyrirspurnum til persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Sá aðili er Dattaca Labs Iceland ehf. og hægt er að hafa samband með því að senda erindi á dpo@dattacalabs.com. Þá er hægt að hafa samband við Hveragerðisbæ með því að senda erindi á mottaka@hveragerdi.is.

Dragi einstaklingar í efa að Hveragerðisbær meðhöndli persónuupplýsingar þeirra í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, hafa þeir rétt til að senda inn erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

Nánari upplýsingar um meðferð Hveragerðisbæjar á persónuupplýsingum má sjá í persónuverndarstefnu sem aðgengileg er inni á heimasíðu sveitarfélagsins www.hveragerdi.is.