Fara í efni

Kirkjan

Hveragerðisprestakall nær yfir tvær sóknir, Hveragerðissókn og Kotstrandarsókn.

 Sóknarprestur er Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir 

Sími: 849 1321

Hveragerðisprestakall nær yfir tvær sóknir, Hveragerðissókn og Kotstrandarsókn.

Organisti
Miklós Dalmay
Símar: 486 6610 og 898 2463
miklos@simnet.is

Kirkjuvörður í Hveragerði:
Helgi Þorsteinsson
Sími: 893 2429
helgimur@simnet.is

Kirkjuvörður á Kotströnd:
Steindór Gestsson
Símar: 483 4231 og 898 4231.
steindor@simnet.is

Umsjónarmaður Kirkjugarðs:
Árni Sveinsson
Sími: 774 7010 og 857 4400

 Saga Hveragerðiskirkju

Bygging Hveragerðiskirkju hófst árið 1967 og var hún vígð árið 1972. Hún er byggð eftir teikningum Jörundar Pálssonar arkitekts. Gólfflötur kirkjunnar er alls 460 fermetrar með safnaðarheimili sem er sambyggt vesturhlið hennar. Kirkjan tekur 200 manns í sæti og rúm fyrir 100 manns í safnaðarheimilinu sem hægt er að opna yfir í kirkjuna. Altari kirkjunnar er úr slípuðu grágrýti og skírnarfontur stuðlabergssúla. Pípuorgel, 17 radda af Mascioni-gerð, var vígt árið 1978. Steindir gluggar í safnaðarheimili og kórgluggi eru verk Höllu Haraldsdóttur, glerlistakonu. Kórglugginn, sem var vígður árið 1985, er stílfærð Kristsmynd og vísa litir og form til jarðhita, gufu, blóma og gróanda umhverfisins. Stjarna og kross efst í verkinu tákna birtu vonar og hinn helga kross að Hveragerði sé á krossgötum í þjóðbraut.

Síðast breytt: 20.01.2020
Getum við bætt efni síðunnar?