Fara í efni

Bakverðir í velferðarþjónustu óskast!

Við erum að leita að þér!
Útbreiðsla Covid-19 veirunnar getur orðið til þess að valda erfiðleikum við að veita þjónustu og skapað álag á vissum starfsstöðvum þar sem sinnt er þjónustu við viðkvæmustu hópana, t.d. aldraða, fatlaða og börn. Á það ekki einungis við um sérhæfð störf lækna, hjúkrunarfólks eða annarra sérfræðinga, einnig getur reynt á að það skorti fólk til að starfa í eldhúsum og mötuneytum, við ræstingar og fleira.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sveitarfélögin á Suðurlandi biðja einstaklinga sem búsettir eru á Suðurlandi og geta tekið að sér margvísleg störf, víðsvegar á svæðinu, á næstu tveimur mánuðum, að skrá sig til starfa. Sem dæmi má nefna störf á hjúkrunarheimilum, heimilum fyrir fatlað fólk, í dagdvölum og skammtímavistunum. Rafrænt skráningarform bakvarðarsveitar í velferðarþjónustu má finna á www.stjornarradid.is.

Um getur verið að ræða fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu. Ráðningarsamningur verður á milli einstaklingsins og viðkomandi stofnunar eða sveitarfélags, eftir því sem við á hverju sinni. Laun taka mið af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags og þess sveitarfélags eða stofnunar sem um ræðir hverju sinni. Nánari upplýsingar er að finna með skráningarforminu.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

Formenn almannavarnanefnda á Suðurlandi
Ágúst Sigurðsson
Ásta Stefánsdóttir
Matthildur Ásmundardóttir

HSU auglýsing


Síðast breytt: 25. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?