Fara í efni

Bæjarskrifstofum hefur verið lokað

Bæjarskrifstofum Hveragerðisbæjar hefur verið lokað tímabundið.

Vegna ráðstafana til að verjast Covid-19 kórónuveirunni hefur bæjarskrifstofum Hveragerðisbæjar verið lokað tímabundið. Öll fundarhöld sem áttu að fara fram á bæjarskrifstofum hafa verið færð yfir í fjarfund eða þeim frestað. Engir fundir eru því á skrifstofum og engum utanaðkomandi hleypt þangað inn.

Unnt verður að ná sambandi við starfsmenn á hefðbundnum skrifstofutíma, 9:00-16:00 í síma eða með tölvupósti.

Netföng starfsmanna má finna á forsíðu heimasíðu bæjarins. 

Póstkassi er staðsettur á bak við hús, ef fólk þarf að koma til inn bréfi.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda en trúum því að allir hafi skilning á mikilvægi þessa. 

Bæjarstjórinn í Hveragerði.


Síðast breytt: 25. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?