Fara í efni

Vinsældir Hveragarðsins halda áfram að aukast

Horft til Hveragerðiskirkju úr Hveragarðinum
Horft til Hveragerðiskirkju úr Hveragarðinum

Hveragarðurinn Hveragerði

Vinsældir Hveragarðsins halda áfram að aukast

Heimsóknir í Hveragarðinn hafa aldrei verið fleiri en síðustu ár og vinsældir garðsins virðast halda áfram að vaxa. Árið 2024 varð það besta frá upphafi, með rúmlega 28 þúsund gesti og árið 2025 stefnir nú þegar í að slá það met með tæplega 18 þúsund gesti fyrstu sex mánuði ársins. Það bendir eindregið til þess að þetta verði metár ef áfram heldur sem horfir.

Hveragarðurinn hefur fest sig í sessi sem eftirsóknarverður áfangastaður í Hveragerði og sem hluti af hinum vinsæla Gullna hring. Sífellt fleiri ferðaþjónustufyrirtæki velja að gera stutt stopp í garðinum og einnig hefur fjölgað verulega í hópi þeirra ferðamanna sem heimsækja hann á eigin vegum.

Sérstaka athygli vekur goshver garðsins þar sem gestir fá að upplifa kraft hans í návígi. Þá er einnig er vinsælt að sjóða egg úti í hver og að smakka gufusoðna hverabrauðið sem bakað er úti í gufunni.

Þessi lifandi upplifun og einstaka stemming virðast höfða sterkt til bæði erlendra ferðamanna og Íslendinga.

Það gleður okkur að sjá hversu margir sýna garðinum áhuga og við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum á næstu misserum.


Síðast breytt: 17. júlí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?