Fara í efni

Veitur bora nýja holu í Hvera­garð­inum Veitur stækka með samfélaginu í Hveragerði til að tryggja öllum íbúum heitt vatn til framtíðar.

Kæru íbúar og aðrir viðskiptavinir

Veitur eru í undirbúningi fyrir borun á nýrri holu fyrir hitaveituna í Hveragerði. Holan verður við varmastöðina Bláskóga. Þegar við byrjum að bora má gera ráð fyrir að næsta nágrennið verði vart við hávaða á meðan þessu stendur, en honum er haldið í lágmarki. Til viðmiðunar er ónæðið meira en af bílvél í gangi en mun minna fleygun á klöpp.

Ef allt gengur eftir áætlun þá á að ljúka borun um miðjan desember og vonast er til að holuna verði hægt að nýta á nýju ári í hitaveituna í Hveragerði.
Veitur munu vakta Varmá á meðan borun stendur, enda mun umfram vatn renna í ánna á meðan framkvæmd stendur. Lífríki í og við ána á ekki að vera ógnað með framkvæmdinni, en við viljum hafa varann á og vakta svæðið samt sem áður.

Vöktun er m.a. unnin með dróna sem flýgur yfir ána, en linsan á myndavélinni nær eingöngu yfir ána og árbakkana en hvorki garða né hús.
Bráðabirgðalagnir fyrir vatn úr Varmá sem er notað við borunina munu liggja ofanjarðar að svæðinu. Þær verða fjarlægðar þegar borun lýkur og gengið frá öllu yfirborði.
Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsmanna og við viljum gjarnan fá að vita það án tafar ef slíku er ábótavant.

Nánari upplýsingar má finna í frétt á vef Veitna https://www.veitur.is/frettir/veitur-bora-nyja-holu-i-hveragardinum

Veitur bora eftir heitu vatni til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði til framtíðar.

Með kveðju,
starfsfólk Veitna


Síðast breytt: 20. október 2025
Getum við bætt efni síðunnar?