Fara í efni

Truflanir á vatnsveitu

Vegna viðgerða á vatnsveitunni í Heiðmörk munu verða truflanir á þrýstingi eða jafnvel vatnsleysi í nokkrum götum þriðjudaginn 16 desember milli 13:00 og 16:00. Svæðið sem um ræðir er á milli Heiðmerkur, Laufskóga Breiðumerkur og Þelamerkur en gæti teygt sig niður í Borgarheiði (sjá meðfylgjandi kort). Ekki er þó hægt að útiloka að stærra svæði verði fyrir áhrifum.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Umhverfisfulltrúi.

 


Síðast breytt: 15. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?