Tilkynning frá ON vegna gufuholu í Hverahlíð
17.07
Frétt
Miðvikudaginn 16.júlí verður ein gufuhola Orku náttúrunnar í Hverahlíð látin blása. Þetta er gert til að kanna kraft hennar og hvort hægt er að nýta holuna til framleiðslu í virkjuninni, en þessi hola hefur ekki verið í notkun í nokkur ár. Holublástur fer þannig fram að holan er opnuð þannig að gufan stígur upp í loft af töluverðum krafti. Þessu getur fylgt hávaði sem að við vissar veðurfarsaðstæður getur heyrst á sumum stöðum í Hveragerði. Gert er ráð fyrir að holan blási fram yfir helgina, mögulega fram á miðvikudag í næstu viku.
Tilkynning frá ON
Síðast breytt: 17. júlí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?