Snjómokstur og hálkuvarnir
			
					31.01			
			
					
							
					Frétt				
					
		Snjómokstur og hálkuvarnir í bænum eru samkvæmt ákveðinni forgangsröðun. Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að grunnskólum og leikskólum. Síðan eru gönguleiðir meðfram helstu stofn- og tengibrautum og göngustígar á opnum svæðum hreinsaðir.
Búið er að uppfæra snjómoksturkort vegna gatna og má nálgast kortin fyrir mokstur gatna og göngustíga hér á síðunni.
Síðast breytt:  1. febrúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?
			