Skólamörk máluð í Pride litunum
07.08
Frétt
Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) verður Pride fáninn málaður að nýju á götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.
Öllum er velkomið að taka þátt og hjálpa til við að mála fánann á götuna en mæting er við Lystigarðinn klukkan 19 í kvöld, miðvikudaginn 7. ágúst.
Hveragerðisbær leggur verkefninu lið með því að útvega efni og áhöld til málningarvinnunnar.
Síðast breytt: 7. ágúst 2024
Getum við bætt efni síðunnar?