Fara í efni

Sinfó í sundi á föstudaginn

Bein útsending verður í hljóði og mynd frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Sundlauginni Laugaskarði föstudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í tilefni af 75 ára afmæli Sinfó.

Tónleikarnir bera nafnið Klassíkin okkar og eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar og RÚV.

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason

Gestir: Ólafur Kjartan Sigurðarson, GDRN, Valdimar Guðmundsson, Rebekka Blöndal, Eggert Reginn Kjartansson, Sigurgeir Agnarsson, Pálmi Gunnarsson, Dísella Lárusdóttir og Söngsveitin Fílharmónía.

Kynnar: Halla Oddný Magnúsdóttir og Guðni Tómasson.

Galdrar Sinfóníuhljómsveitar Íslands svífa yfir vötnum í sundlauginni og vænta má notalegrar stemmningar í Laugaskarði.

Athugið að aðgangur að Sundlauginni Laugaskarði er ókeypis frá klukkan 19:00 föstudaginn 29. ágúst í tilefni af tónleikunum.

Sjáumst í sundi!


Síðast breytt: 26. ágúst 2025
Getum við bætt efni síðunnar?