Fara í efni

Nýir starfsmenn fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðis

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti á fundi sínum þann 11. maí síðastliðinn að ganga frá ráðningu þriggja nýrra starfsmanna á svið fræðslu- og velferðasvið Hveragerðisbæjar.

Elfa Birkisdóttir hefur verið ráðinn sem deildarstjóri skólaþjónustu. Elfa hefur starfað sem skólastjóri Bláskógaskóla á Laugavatni frá árinu 2015. Hún tók þá við samreknum leik- og grunnskóla sem áður hafði verið rekinn sem Bláskógaskóli, þá með grunnskólastigi í Reykholti. Elfa hefur lokið meistaranámi í menntastjórnun og matsfræði - Nýsköpun, leiðtogi og stjórnun. Elfa mun taka til starfa 1. ágúst n.k.

Erna Harðar Solveigardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri velferðarþjónustu. Erna hefur meðal annars starfað hjá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar og síðastliðið ár verið í barnavernd hjá Sveitarfélaginu Árborg. Erna útskrifaðist með MA gráðu í félagsráðgjöf árið 2014 og diplómagráðu í endurhæfingu á heilbrigðisvísindasviði 2023. Erna mun taka til starfa 5. júní n.k.

Rósa Huld Sigurðardóttir hefur verið ráðin félagsráðgjafi í barnavernd. Rósa hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og vestur Skaftafellssýslu. Rósa er með MA gráðu í félagsráðgjöf frá árinu 2022. Rósa mun taka til starfa í júlí n.k. 


Síðast breytt: 22. maí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?