Fara í efni

Niðurfelling leikskólagjalda vegna kjaradeilu starfsmanna BSRB

Mynd: Birgir Helgason
Mynd: Birgir Helgason

Í ljósi kjaradeilu sveitarfélaga og félagsfólk BSRB og aukinni umræðu um niðurfellingu gjalda barna, þá daga sem þau komast ekki í leikskólann vegna verkfalla, bókaði bæjarráð Hveragerðis eftirfarandi bókun:

"Lagt er til að leikskólagjöld verði felld niður þær stundir sem börnin geta ekki mætt í skólann. Það er að segja, að þegar vistunartími er skertur eða ekki er unnt að bjóða upp á hádegismat. Kostnaðurinn verður endurgreiddur til foreldra í lok tímabilsins, þegar samningar hafa náðst".

Bæjarstjóri skýrði frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga heldur reglulega upplýsingafundi fyrir sveitarstjóra til að fara yfir stöðu mála. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af stöðunni og vonast eftir því að aðilar nái saman sem allra fyrst. Bæjarráð hefur fullan skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á börn, foreldra og starfsfólk.

Bæjarráð vill þó árétta að Hveragerðisbær hefur ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og þar að leiðandi ekki áhrif á framgöngu þeirra.

Með tilliti til jafnfréttisstefnu bæjarins þá er helsta tól bæjarins til að framfylgja henni í gegnum kjarasamningsferli. Við treystum sambandinu til að leysa þetta verkfall með farsælum hætti og vonumst til þess að samningar náist sem fyrst. Hjá Hveragerðisbæ starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks sem er innan BSRB, þar með talið starfsfólk á skrifstofu Hvergerðisbæjar, áhaldahús, sundlaug, leikskóla og skóla. Í þessu samhengi þá hefur Hveragerðisbær hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að ekki er kynbundinn launamunur.


Síðast breytt: 1. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?