Fara í efni

Mikil eftirspurn og fjöldi umsókna um lóðir í Tröllahrauni

Ásókn í lóðir við Tröllahraun hefur farið fram úr björtustu vonum en frestur til að skila inn umsóknum um lóðirnar rann út á hádegi 26. júní sl.

Í þessari úthlutun lóða í Tröllahrauni eru 11 lóðir, 2 fyrir einbýlishús, 6 fyrir parhús (12 íbúðir) og 3 fyrir raðhús (12 íbúðir), samtals 26 íbúðir.

Alls bárust 429 umsóknir frá einstaklingum og lögaðilum. Útdráttur lóða mun fara fram á fundi bæjarráðs fimmtudagsmorguninn 3. júlí nk. að viðstöddum fulltrúa sýslumanns í samræmi við reglur Hveragerðisbæjar um úthlutun lóða.

Alls voru 400 umsóknir metnar gildar, en samkvæmt úthlutunarreglum Hveragerðisbæjar hafa einstaklingar forgang í útdrætti um einbýlis- og parhúsalóðir og verða því 312 umsóknir í pottinum á fimmtudaginn.

Það er ánægjulegt að sjá að eftirspurnin er mikil eftir því að búa í Hveragerði og mikil trú á vaxandi samfélagi.


Síðast breytt: 2. júlí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?