Lóðir við Tröllahraun lausar til úthlutunar
Gatnagerð er nú hafin við Hrauntungu og Tröllahraun. Gert er ráð fyrir að lóðir við Tröllahraun verði byggingarhæfar í ágúst nk.
Bæjarstjórn samþykkti þann 8. maí sl. að úthluta nú þegar lóðum við Tröllahraun en með því gefst lóðarhöfum nægur tími til að undirbúa framkvæmdir, sem geta hafist um leið og lóðirnar verða byggingarhæfar.
Útdráttur á lóðum mun fara fram á fyrri fundi bæjarráðs í júlí þann 3. júlí nk. og lokar því fyrir umsóknir á hádegi 26. júní.
Í þessari úthlutun í Tröllahrauni eru 11 lóðir, 2 einbýlishús, 6 parhús (12 íbúðir) og 3 raðhús (12 íbúðir), samtals 26 íbúðir.
Bæjarstjórn samþykkti að byggingarréttargjald á þessum lóðum verði 40%.
Verið er að leggja lokahönd á gerð lóðablaða fyrir lóðirnar, en þau munu birtast á heimasíðu bæjarins á næstu dögum.
Nánar má sjá upplýsingar um lóðirnar og gjöld fyrir þær hér.
Lóðirnar við Tröllahraun, eru staðsettar vestast í bænum. Útsýni frá þessum lóðum er einstakt og frábært aðgengi er að opnum svæðum og ósnortinni náttúru. Í hverfinu er gert ráð fyrir vönduðum göngu- og hjólastígum.
Hægt er að sjá deiliskipulagsuppdrátt af svæðinu hér.
Hægt er að sjá greinargerð deiliskipulagsins hér.